fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Er Katla að vakna? Öflugasta skjálftahrina í Mýrdalsjökli í sjö ár

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. maí 2023 11:15

Katla er undir Mýrdalsjökli. Mynd/Wikimedia commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kröftug jarðskjálftahrna hófst í Mýrdalsjökli í morgun, en samkvæmt frétt mbl.is er um að ræða öflugustu skjálftahrinu sem þar hefur orðið í sjö ár. Samkvæmt náttúruvásérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands sé þetta tiltölulega óvenjulegt fyrir Mýrdalsjökul.

Stærsti skjálftinn varð klukkan 09:52 og var 4,5 að stærð samkvæmt óyfirförnum niðurstöðum. Veðurstofan fylgist vel með en skjálftar hafa fundist í Þórsmörk.

Enginn gosórói hefur þó mælst en fluglitakóði fyrir Kötlu hefur verið settur á gult, en slíkt er gert þegar eldstöð sýnir merki um virkni umfram venjulegt ástand.

Rétt er að taka fram ekki er um gosóróa að ræða fyrr en kvika hefur brotist upp úr berginu undir jöklinum, en svo gæti vel verið að slíkt sé að eiga sér stað. Spurningin sé þó hvort kvikan fari alla leið eða stoppi. Svo að enginn gosórói þýðir í raun ekki að ekki sé um forboða að ræða, en Katla er ekki talin gjósa forboðalaust, eða svo  herma málsmetandi heimildir DV.

Vísir ræddi við Kristínu Jónsdóttur, deildarstjóra hjá Veðurstofu Íslands sem segir að gera þurfi ráð fyrir hinu versta. Alltaf þurfi að setja sig í stellingar þegar Katla er með svona virkni. Nokkrar sviðsmyndir séu í stöðunni, annars vegar að hlaup eigi sér stað og svo hitt að um sé að ræða undanfara eldgoss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“