fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Handtekinn fyrir rán með hníf og líkamsárás – Hringt á barnavernd í kjölfarið

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. maí 2023 07:14

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaklingur á barnsaldri var handtekinn í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um vopnað rán í verslun í austurborginni og líkamsárás í kjölfarið. Lögreglan fékk tilkynningu um ránið og voru gerendur nokkrir en þeir voru sagðir hafa ógnað starfsfólki með hnífum. Skömmu síðar var tilkynnt um líkamsárás við sömu verslun en þá hafði hópur ungmenna ráðist að einum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Einn gerendanna var handtekinn á vettvangi en hann passaði við lýsingar af ráninu auk þess sem meint þýfi fannst á viðkomandi. Málið er í rannsókn en fram kemur að það sé einnig á borði barnaverndar sökum aldurs þolenda og gerenda.

Þá var lögreglan kölluð til þegar að kona var sögð hafa áreitt mann. Bæði voru þau ölvuð en lögreglu tókst að stilla til friðar og var ekki þörf á frekari aðkomu laganna varða. Svipað var uppi á teningnum á bráðamóttökunni í nótt en þá varð sjúklingur skyndilega æstur og var lögregla kölluð út. Sá róaðist þegar lögregla mætti á vettvang og var ekki þörf á frekara inngripi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð