fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Skuggalegt kynferðisbrot tekið fyrir í Borgarnesi – Sagður hafa fengið konu til að misnota son hennar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. maí 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 16. maí næstkomandi verður fyrirtaka í Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi, í sakamáli sem héraðssaksóknari hefur höfðað gegn manni fyrir tilraun til hlutdeildar í kynferðisbroti gegn barni. Þinghaldið er lokað og hefur verið erfitt að fá upplýsingar um málið. DV hefur óskað eftir afriti af ákæru en var aðeins birtur hluti af ákærutexta. Af honum má ráða að sakborningur hafi fengið konu til að misnota son hennar og sýna honum það í gegnum snjallsíma hennar. Er þetta orðað svo í ákæru:

„Ákærði er sakaður um tilraun til hlutdeildar í kynferðisbroti gegn barni, með því að hafa að kvöldi föstudagsins ………  hvatt …….. til að hafa önnur kynferðismök en samræði við son hennar, …………. með því að biðja hana um að fróa, nudda og strjúka getnaðarlim …….. og sýna ákærða það í gegnum farsíma hennar.

Ákærði neitaði sök við þingfestingu málsins.“

DV hefur ekki upplýsingar um hvort bótakrafa hafi verið gerð fyrir hönd barnsins sem er þolandi í málinu. Ennfremur liggur ekkert fyrir um ákæru gagnvart móðurinni í málinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“