fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Arsenal lék sér að ömurlegu Chelsea liði

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. maí 2023 20:55

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá norski, Martin Odegaard var hetja Arsenal þegar liðið skaust aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á afar lélegu Chelsea liði í kvöld.

Manchester City skaust á toppinn á sunnudag en Arsenal svaraði í kvöld og hefur nú tekist að ná toppsætinu. Martin Odegaard skoraði fyrstu mörk leiksins.

Odegaard kom Arsenal yfir á átjándu mínútu og þrettán mínútum síðar var komið að þeim norska aftur. Á 34 mínútu skoraði svo Gabriel Jesus og kom Arsenal í 3-0.

Arsenal slakaði aðeins á klónni eftir þriðja markið og Noni Madueke lagaði stöðuna fyrir Chelsea með marki í síðari hálfleik

3-1 sigur Arsenal staðreynd og liðið á toppi deildarinnar með 78 stig  þegar liðið á fjóra leiki eftir. City er með tveimur stigum minna en á tvo leiki til góða á Arsenal og er því enn í bílstjórasætinu. Ófarir Chelsea undir stjórn Frank Lampard halda áfram en liðið vinnur ekki leik og skorar lítið sem ekkert af mörkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“