fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Athæfi Þórdísar þótti furðulegt fyrir 14 árum – Í dag fylgja þúsundir hennar fordæmi

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 1. maí 2023 16:45

Mynd: Mummi Lú

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Guðrún Arthursdóttir rifjar á skemmtilegan hátt upp þegar hún ákvað að breyta til í daglegum gönguferðum sínum og taka upp nýtt áhugamál í leiðinni. Allt byrjaði þetta með bók sem vinkona hennar Guðrún Bergmann skrifaði og gaf Þórdísi eintak af. Þórdís gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila færslu hennar.

Amma Plokk. Vorið 2009 kom út bókin Konur geta breytt heiminum með nýjum lífsstíl. Vinkona mín Guðrún Bergmann skrifaði þessa bók og færði mér eintak. Ég heillaðist af mörgu sem kom fram í bókinni og hef tileinkað mér ýmislegt meðal annars að fara sparlega með vatn og rafmagn.“ 

Ákvað að gera umhverfið betra

Eitt af spakmælum bókarinnar var að gera eitthvað grænt á hverjum degi og fór Þórdís að velta fyrir sér hvernig hún gæti gert það. Í langan tíma var ég búin að hneykslast á draslinu umhverfis heimili mitt í Jörundarholtinu á Akranesi. Það breytti engu þó ég væri að hneykslast, draslið hvarf ekki. Ég fór daglega í göngutúra og sá strax að ég gæti gert umhverfið betra með því að hætta að tuða og gera eitthvað í málunum svo draslið hyrfi. Þar með vaknaði plokkáhugi minn.

Mamma átti langa töng til að ná í dót sem hún gat ekki beygt sig eftir. Hún var komin inn á Grund svo ég eignaði mér töngina og hún hefur verið í plokk notkun æ síðan. Ég fór og fer enn í mína daglegu í göngutúra í nágrenninu nema hvað núna tek ég töngina góðu með, vinnuhanska og plastpoka. Þvílíkt drasl; öldósir, sígarettustubbar og -pakkar, (mest af Winston), skyrdósir, kaffimál, sokkar, hanskar, vettlingar, einu sinni lágu karlmanna nærbuxur á miðri götunni, alls kyns dollur og ílát bara nefnið það. Ég kom heim glöð í sinni og sál því umhverfið var betra og fegurra en ég kom að því. Það voru aðeins örfáir einstaklingar sem voru að plokka á þessum árum. Fólk leit á mig furðu augum.

Þórdís deildi sögu sinni í Facebook-hópinn Plokk á Íslandi og segist hún hafa tekið stikkprufur þegar hún byrjaði að plokka og vigtaði pokana, hver poki var 1 kg til 1 1/2 kg, stundum 2 kg. Kílóin hrönnuðust upp. Mér taldist til að á einu og hálfu ári hafi ég tínt um 250 kg eða 1/4 úr tonni af drasli.

Fór á fund bæjarstjóra

Árið 2010 fór Þórdís til Árna Múla sem þá var bæjarstjóri á Akranesi með frábæra hugmynd að hennar matit. Hugmyndin fólst í því að virkja bæjarbúa til að vera meðvitaða um umhverfi sitt, huga að því og fegra. Bærinn myndi kaupa heilsíðu auglýsingu í bæjarblaðinu einu sinni í mánuði allt árið um kring og styrkja þannig rekstur þess. Með auglýsingunni væru bæjarbúar hvattir til að tína upp allt rusl og drasl umhverfis heimili sitt fyrsta laugardag hvers mánaðar. Árni tók vel í hugmyndina en gerði ekkert með hana. Í apríl 2011 tók Vikan viðtal við Þórdísi um plokkáhuga hennar..

Þegar Þórdís flutti til Reykjavíkur hélt hún áfram að plokka í Grafarholtinu og tók ákveðið svæði umhverfis Krónuna og leiðina að Prestastíg í fóstur og reynir hún að halda svæðinu hreinu svona eins og hægt er.

Tímarnir breytast og mennirnir með. Nú í dag 30. apríl 2023, 14 árum eftir að ég byrjaði að plokka er Stóri Plokkdagurinn og fólk um allt land er hvatt til að fara út að plokka. Ég er á leiðinni út að plokka með ömmustelpunum mínum Urði Elísu og Elínu Þóru.

Mynd: Facebook

Stóri plokkdagurinn haldinn í sjötta sinn

Stóri plokkdagurinn fór fram í gær í sjötta sinn og setti Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra daginn við gamla Gufunesbæinn í Grafarholti. Plokk viðburðir í nafni einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka fóru fram um allt land í blíðskapar veðri. Ný skráningarsíða plokkari.is heldur utan um afrakstur dagsins. 

Þessum hátíðisdegi umhverfis og snyrtimennsku hefur vaxið ásmegin við hvert ár sem líður. Um átta þúsund manns eru þátttakendur í Facebook samfélaginu Plokk á Íslandi, en þar deilir fólk sigurfréttum af átökum sínum við ruslaskrímslið.

Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks