fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Gjaldþrot bakarís: Engar eignir fundust í búi Fellabaksturs

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 15:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptalok urðu í þrotabúi Fellabaksturs á Egilsstöðum þann 12. apríl síðastliðinn. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur voru 84.358.999 kr.

Félagið var lýst gjaldþrota í janúar. Eigandinn, Þráinn Lárusson, sagði þá í viðtali við Austurfrétt að samkeppni við verksmiðjubakarí hefði verið erfið. „Ég held að við höfum verið orðið eina bakaríið á landsbyggðinni sem framleiddi brauð í plastpokum í verslanir. Í byrjun árs fengum við gagnrýni þegar við hættum að keyra brauði niður á firði þannig að verslanirnar gátu ekki fyllt á með okkar brauði eftir áramótin. Því miður gengur það ekki upp að reka bakaríið hér þannig að það selji brauð þegar hin eru ekki til, eftir löng frí eða stórar helgar. Við getum ekki keppt við stóru verksmiðjubakaríin þar sem mannshöndin kemur nánast hvergi nærri heldur tölvur stjórna færiböndunum og brauðin eru send inn á frysti. Á sama tíma eru launahækkanir og síðan hefur allt korn hækkað vegna stríðsins í Úkraínu,“ sagði Þráinn.

Þráinn sagði ennfremur: „Mér finnst mjög sárt að svona hafi farið og við höfum tapað miklum peningum á þessu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp