New York Times skýrir frá þessu og segir að fangarnir hafi margir hverjir gengið til liðs við Wagner af því að þeim var heitið aðgangi að lyfjum gegn HIV í staðinn.
Blaðið ræddi við „Timur“ sem ákvað að ganga til liðs við Wagner í sex mánuði því hann sá ekki fram á að hann myndi lifa næstu 10 ár af í rússnesku fangelsi en hann er með HIV.
„Ég áttaði mig á að ég gæti dáið skjótum eða hægum dauða. Ég valdi skjótan dauða,“ sagði Timur sem er nú í haldi Úkraínumanna.
New York Times segir einnig að rússnesku málaliðarnir, sem eru með HIV eða lifrarbólgu, verði að bera armbönd í mismunandi litum til að gefa til kynna hvað sjúkdóm þeir eru með ef þeir skyldu særast.