Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þetta komi fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Hafsteinsdóttur, þingmanns, sem hefur verið dreift á Alþingi.
Guðrún spurði hvenær væri áætlað að ljúka lagningu bundins slitlags á alla héraðs- og tengivegi.
Í svarinu segir að um 35 km af tengivegum hafi verið lagðir bundnu slitlagi árlega síðustu árin. Ef sömu upphæð, 2.500 milljónum, verður áfram varið árlega í verkefnið tekur um 60 ár að ljúka því.