Morgunblaðið skýrir frá þessu og segir að sektin hafi verið lögð á eftir að upp komst um óskráða heimagistingu hjá viðkomandi.
Sýslumaður lagði sekt upp á 1,1 milljón á fasteignaeigandann en hann kærði þá ákvörðun til ráðuneytisins sem lækkaði sektina.
Sýslumaður komst að því að íbúðin hafði verið auglýst á vef Airbnb frá því í júní 2015, hið minnsta. Höfðu 126 ferðamenn gefið henni umsögn.
Hver nótt kostaði 21.000 krónur og þurfti að bóka að lágmarki fjórar nætur í senn.
Sýslumaður ræddi við ferðamann í janúar 2019 sem sagðist hafa leigt íbúðina í fjórar nætur fyrir 84 þúsund krónur.
Í kjölfarið var stjórnvaldssekt lögð á eiganda íbúðarinnar.