fbpx
Mánudagur 25.september 2023
Fréttir

Segir að Pútín vilji ekki friðarviðræður – Vill sigra

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. mars 2023 07:00

Vladimir Pútín Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín heldur fast í þá kröfu sína að stríðinu í Úkraínu ljúki ekki nema með sigri Rússa. Hann hefur því engan áhuga á setjast við samningaborðið til að reyna að semja um frið. Í raun veðjar hann á að stríðið muni dragast svo á langinn að Vesturlönd verði þreytt á að styðja Úkraínu og að lokum geti Rússar haft sigur.

En árangursrík gagnsókn Úkraínumanna gæti breytt þessu að því er segir í nýrri greiningu frá bandarísku hugveitunni Institute for the Study of War (ISW).

„Pútín einblínir enn á að ná upphaflegum markmiðum sínum með því að sigra í langdregnu stríði. Annað hvort með því að sigra á vígvellinum eða með því að brjóta Úkraínumenn á bak aftur síðar þegar Vesturlönd hafa gefið stjórnina í Kyiv upp á bátinn,“ segir í greiningunni.

Jacob Kaarsbo, sérfræðingur hjá dönsku hugveitunni Tænketanken Europa, sagði í samtali við TV2 að hann sé sammála helstu niðurstöðum ISW en bætti við að Pútín gleymi að hvorki Úkraína né Vesturlönd hafa áhuga á friðarviðræðum núna.

„Flestir á Vesturlöndum, vestrænar ríkisstjórnir, hafa áttað sig á þessu: Að það þýðir ekki að semja við Pútín. Markmið hans er að ná eins stórum hluta af Úkraínu undir sig og hægt er. Það er það sem maður heyrir öllum stundum ef maður horfir á rússneskar ríkissjónvarpsstöðvar,“ sagði Kaarsbo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Morðið við Fjarðarkaup – Styttist í réttarhöld – Bótakröfur um 20 milljónir króna

Morðið við Fjarðarkaup – Styttist í réttarhöld – Bótakröfur um 20 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Páll skipstjóri gerir upp símamálið – „Ég er búin að ráða mér lögfræðing og hún segir að Samherji sé bara ógeðslegt fyrirtæki“

Páll skipstjóri gerir upp símamálið – „Ég er búin að ráða mér lögfræðing og hún segir að Samherji sé bara ógeðslegt fyrirtæki“