Maður látinn eftir alvarlegt vinnuslys í Ásahreppi
Alvarlegt vinnuslys átti sér stað á föstudaginn á sveitabýli í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Mbl.is greinir frá. Maður var að vinna við dráttarvél en klemmdist. Lést hann af sárum sínum á vettvangi. Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en ekki er unnt að greina nánar frá tildrögum slyssins að svo stöddu.
Afritaðu og límdu þessa vefslóð í WordPress vefinn þinn til þess að fella inn
Afritaðu og límdu þennan kóða yfir í vefinn þinn til þess að fella inn