fbpx
Laugardagur 10.júní 2023
Fréttir

Rússneskir hermenn sendir með skóflur að vopni í fremstu víglínu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. mars 2023 09:00

Rússneskur hermaður drekkur te frá Úkraínumönnum á meðan hann hringir í móður sína - Mynd/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herkvaddir rússneskir hermenn hafa verið sendir í fremstu víglínu með „skotvopn og skóflur“ og verið skipað að gera árásir á „öflugar varnir Úkraínumanna“.

Þetta kemur fram í stöðuyfirliti breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins.

Segir ráðuneytið að skóflurnar séu líklega ætlaðar til notkunar í návígi.

Þetta eru skóflur sem voru hannaðar 1869 og hafa ekki breyst mikið síðan. Segir ráðuneytið að þær séu notaðar í „grimmdarlegum ótæknilegum bardögum“.

Ráðuneytið segir að einn herkvaddur Rússi hafi sagt að hann „sé hvorki líkamlega né andlega undir átök í Úkraínu búinn“.

Ráðuneytið segir einnig að svo virðist sem það sé að færast í aukana að það sé barist í návígi í fremstu víglínu og að það geti verið vegna þess að Rússar séu að verða uppiskroppa með hergögn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ný stjórn kosin hjá Hugarafli

Ný stjórn kosin hjá Hugarafli
Fréttir
Í gær

Svipti sig lífi eftir ítrekaðar frávísanir frá gistiskýlinu – Hafnarfjarðarbær neitaði að greiða gistinguna

Svipti sig lífi eftir ítrekaðar frávísanir frá gistiskýlinu – Hafnarfjarðarbær neitaði að greiða gistinguna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján kominn með harðskeyttan lögmann í stríðinu við Endurmenntun HÍ – Svona var atburðarásin þegar hann var rekinn

Kristján kominn með harðskeyttan lögmann í stríðinu við Endurmenntun HÍ – Svona var atburðarásin þegar hann var rekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hökkuðu sjónvarpsútsendingar á Krím – Sýndu myndir af árásum Úkraínumanna

Hökkuðu sjónvarpsútsendingar á Krím – Sýndu myndir af árásum Úkraínumanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaði réttarvörslukerfið um fordóma út af löngu gæsluvarðhaldi þegar dómurinn féll – Aftur úrskurðaður í gæsluvarðhald allt fram í desember

Sakaði réttarvörslukerfið um fordóma út af löngu gæsluvarðhaldi þegar dómurinn féll – Aftur úrskurðaður í gæsluvarðhald allt fram í desember
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Staðfest að Modestas sé hinn látni

Staðfest að Modestas sé hinn látni