fbpx
Mánudagur 05.júní 2023
Fréttir

ESB setur 300 milljarða í skotfæraframleiðslu fyrir Úkraínu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. mars 2023 07:00

Úkraínskir hermenn við stórskotaliðsbyssu í Kherson. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíminn er afgerandi fyrir Úkraínu og því leggur ESB nú til þrjár leiðir til að tryggja Úkraínumönnum skotfæri.

Þetta sagði Josep Borrel, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn ESB, á fréttamannafundi í gær að fundi varnarmálaráðherra ESB-ríkjanna loknum.

Hann sagði að almenn samstaða væri um að þetta þurfi að gera en enn sé nokkrum spurningum ósvarað.

Hann sagði í leiðunum þremur felist að fyrsta árið verði einn milljarður evra settur til hliðar til að bæta aðildarríkjum, sem senda skotfæri sem þau eiga á lager til Úkraínu, kostnaðinn.

Þessi leið er sú hraðasta til að tryggja að Úkraína fái skotfæri fyrir stórskotalið sitt.

Í annarri leiðinni felst að Borrel vill setja einn milljarð evra til Evrópsku varnarmálastofnunarinnar (EDA) sem getur séð um sameiginleg innkaup allra 27 aðildarríkjanna.

Þriðja leiðin gengur út á að ESB-ríki finni sjálf út hvernig þau geta aukið skotfæraframleiðslu sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefnir Sindra og Barnavernd Reykjavíkur fyrir dóm vegna Fósturbarna – Segir þáttinn hafa valdið örorku og dauðsfalli

Stefnir Sindra og Barnavernd Reykjavíkur fyrir dóm vegna Fósturbarna – Segir þáttinn hafa valdið örorku og dauðsfalli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikið að gera hjá lögreglu í nótt

Mikið að gera hjá lögreglu í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drykkjarfernur sem samviskusamir Íslendingar flokka eru sendar úr landi og brenndar

Drykkjarfernur sem samviskusamir Íslendingar flokka eru sendar úr landi og brenndar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja að Rússar séu að reyna að kaupa vopn í Afríku

Segja að Rússar séu að reyna að kaupa vopn í Afríku
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kona ákærð fyrir sjö hatursglæpi gegn fólki af asískum uppruna

Kona ákærð fyrir sjö hatursglæpi gegn fólki af asískum uppruna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga