fbpx
Laugardagur 10.júní 2023
Fréttir

Alexandra stígur fram – „Ég ekki óska neinum að lenda í árásum frá svo hatursfullu fólki“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. mars 2023 13:04

Ingólfur og Alexandra. Mynd: Fréttablaðið/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Eir Davíðsdóttir, sambýliskona og barnsmóðir Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, lýsir erfiðleikum í lífi sínu undanfarin misseri vegna harðrar gagnrýni og netárása á sambýlismann hennar. Fréttablaðið greinir frá þessu og byggir á langri Facebook-færslu sem Alexandra birti í dag.

Ingólfur lenti í stormi fjölmiðlaumfjöllunar og samfélagsmiðlaumræðu sumarið 2021 þegar fjölmargar konur birtu ásakanir á hendur honum fyrir áreitni og kynferðisofbeldi.

Alexandra segir að þetta hafi reynt mikið á sig og hún hafi orðið að sætta sig við umfjöllun annarra um sig án þess að hún hafi nokkuð til þeirra mála lagt. Hún gagnrýnir fjölmiðla fyrir hafa greint frá því að hún og Ingólfur ættu von á barni er þær upplýsingar komu fram í dómsal í meiðyrðamáli Ingólfs gegn Sindra Þór Sigríðarsyni vorið 2022. Þess má geta að Alexandra og Ingólfur hafa nú eignast soninn Þórarinn Ómar.

Alexandra segir meðal annars í færslu sinni:

„Lífið hefur verið ansi stormasamt síðustu 2-3 árin, margir af mínum verstu dögum en á sama tíma margir af þeim bestu. Sá allra besti var þegar ég fékk drenginn okkar, Þórarinn Ómar í fangið. Það er skrítið að vera fagna því besta og fallegasta í lífinu en á sama tíma vera upplifa svo erfiða tíma. Ég vill taka það fram að hér er ég bara að skrifa og svara fyrir mig en í einhverjum tilfellum barnið mitt líka.

Ég þekki það ekki að vera með mín persónulegu mál fyrir framan alþjóð en þurfti að venjast því á sama tíma og það var mikið hatur og heift í vissum hópum gagnvart maka mínum. Ég hef margsinnis verið dregin inn í umræðuna af þeim hópum og fjölmiðlum án þess að hafa neitt um það að segja og hefði helst kosið að svo hefði aldrei verið.“

Alexandra greinir frá ofbeldi nettrölla gegn sér og beinir líka ásökunum að baráttufólki gegn ofbeldi. Hún segir að heimilisfang hennar hafi oftar en tvisvar verið birt á netinu til þess að leiðbeina fólki um hvert það ætti að fara til að beita hana líkamlegu ofbeldi og vinna skemmdarverk. Hún greinir einnig frá því hatursfullum athugasemdum í tilefni þess að hún varð ófrísk að syni hennar og Ingólfs. Að væri ekki siðlegt að óska þeim til hamingju og að þau ættu í raun ekki að vera fjölga sér almennt. „Allar konur sem hafa gengið með barn vita það að þessi tími getur reynst mjög erfiður þrátt fyrir að lífið sé í ágætis jafnvægi. Ofan á allt sem er að gerast og breytast í líkama manns og tilfinningarússíbananum sem oft fylgir mundi ég ekki óska neinum að lenda í árásum frá svo hatursfullu fólki,“ segir Alexandra um þetta í færslu sinni.

Hún sakar fólk sem berst fyrir réttlæti um hatursfulla framkomu í sinn garð:

„Punkturinn er sá að eina fólkið sem ég hef fengið hatur, ofbeldi og leiðindi frá er fólkið sem berst harðast gegn því. Þetta færi ekki fyrir brjóstið á mér nema fyrir þá einföldu ástæðu að þetta fólk telur sig réttlætisriddara og reynir að telja öðrum trú um það. Þau eru með málstað í höndunum sem skiptir gríðarlega miklu máli og eru að brenna hann upp.“

Alexandra segir skrif sín ekki hafa þann tilgang að efna til stríðs við neinn á internetinu. Hún segist vera umkringd mögnuðum konum sem upphefji og styðji hver aðra en segist vona að flestar ungar konu hafi betri kvenfyrirmyndir í kringum sig en þær konur sem hafi ráðist gegn henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ný stjórn kosin hjá Hugarafli

Ný stjórn kosin hjá Hugarafli
Fréttir
Í gær

Svipti sig lífi eftir ítrekaðar frávísanir frá gistiskýlinu – Hafnarfjarðarbær neitaði að greiða gistinguna

Svipti sig lífi eftir ítrekaðar frávísanir frá gistiskýlinu – Hafnarfjarðarbær neitaði að greiða gistinguna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján kominn með harðskeyttan lögmann í stríðinu við Endurmenntun HÍ – Svona var atburðarásin þegar hann var rekinn

Kristján kominn með harðskeyttan lögmann í stríðinu við Endurmenntun HÍ – Svona var atburðarásin þegar hann var rekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hökkuðu sjónvarpsútsendingar á Krím – Sýndu myndir af árásum Úkraínumanna

Hökkuðu sjónvarpsútsendingar á Krím – Sýndu myndir af árásum Úkraínumanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaði réttarvörslukerfið um fordóma út af löngu gæsluvarðhaldi þegar dómurinn féll – Aftur úrskurðaður í gæsluvarðhald allt fram í desember

Sakaði réttarvörslukerfið um fordóma út af löngu gæsluvarðhaldi þegar dómurinn féll – Aftur úrskurðaður í gæsluvarðhald allt fram í desember
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Staðfest að Modestas sé hinn látni

Staðfest að Modestas sé hinn látni