fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Kettlingadráp verður kært til lögreglu

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. mars 2023 20:00

Börnunum var brugðið við hinn óhugnalega fund

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV sagði frá dýraníðsmáli í gær, en hópur barna á Eskifirði fann hræ af fimm kettlingum við árbakka í bænum um helgina.

Börn fundu kettlinga sem hafði verið drekkt – „Manneskja sem gerir svona á skilið fangelsisvist“

Þorsteinn Bergsson, starfsmaður hjá Matvælastofnun á Egilsstöðum, segir í samtali við Austurfrétt nokkrar ábendingar hafa borist um málið, sem verið er að vinna úr.

Um sé að ræða það alvarlegt brot að málið verði kært til lögreglu. Matvælastofnun geti hins vegar ekki beitt úrræðum því ekki er vitað hver gerði þetta.

Í frétt Austurfréttar er farið yfir nokkur lagaákvæði sem lúta að velferð dýra, tilkynningarskyldu einstaklinga ef grunur leikur á illri meðferð dýra og refsiábyrgð  þeirra sem brjóta gegn velferð dýra.

„Leiki grunur á að meðferð á dýrum brjóti gegn lögum þessum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim skal sá sem verður þess var tilkynna það Matvælastofnun eða lögreglu svo fljótt sem auðið er,“ segir um tilkynningaskyldu í lögum um velferð dýra nr 55/2013.

Í 45. grein laganna segir um refsiábyrgð að það varði mann sektum eða fangelsi allt að einu ári ef hann vanræki tilkynningarskyldu, umönnunarskyldur eða brotið sé gegn bannákvæðum.  Sektir geta verið á bilinu frá 10.000 kr. til ein milljón króna.

„Við ákvörðun sekta skal m.a. tekið tillit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvort um ítrekað brot er að ræða. Stjórnvaldssektum verður beitt óháð því hvort brot eru framin af ásetningi eða gáleysi.”

Matvælastofnun metur hvort brot telst meiriháttar, ef svo er ber stofnuninni að vísa málinu áfram til lögreglu. „Brot telst meiri háttar ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins.”

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“