Þetta sagði hann á Telegram að sögn CNN.
Meðal ástæðna fyrir hinni erfiðu stöðu er að Rússar hafa sent reyndustu málaliðana frá Wagner til bæjarins.
Syryskyi sagði að þrátt fyrir mikið mannfall Rússa hafi þeir sent reyndustu Wagnerliðana á vettvang og reyni þeir nú að brjótast í gegnum varnir úkraínsku hermannanna og umkringja bæinn.
Rússar hafa mjakast aðeins áfram í aðgerðum sínum í og við bæinn og hafa úkraínsku hermennirnir átt í erfiðleikum með að halda leið sinni inn og út úr bænum opinni.