fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Með 14 þúsund evrur í seðlum á sér – Gat ekki svarað því hver fór með honum í bankann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. mars 2023 15:00

Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um peningaþvætti. Maðurinn var tekinn til skoðunar á Keflavíkurflugvelli við almennt eftirlit með flugfarþegum á leið úr landi þann 12. febrúar síðastliðinn. Þar sem stimplun í vegbréfi leiddi í ljós að hann hafði dvalist hér á landi 89 daga af síðustu 180 var ákveðið að færa hann til frekari skoðunar.

Við leit í fatnaði og farangri mannsins fundust samtals 13.8871 evrur sem eru andvirði um tveggja milljóna íslenskra króna. Maðurinn sagðist eiga peningana sjálfur og hann hefði komið með þá til landsins seint í nóvember 2022. Tilgangur dvalar hans hafi verið að hitta frænda sinn og skoða landið með honum. Gat hann þó ekki gefið upp heimilisfang frænda síns. Taldi lögregla svör mannsins vera ótrúverðug og hann var handtekinn á grundvelli gruns um peningaþvætti.

Maðurinn neitaði að heimila lögreglu að afrita og rannsaka farsíma sinn og neitaði jafnframt að aflétta bankaleynd. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness var bankaleynd aflétt vegna mannsins. Rannsókn á bankagögnum hefur leitt í ljós að hann hefur í alls tólf skipti keypt evrur fyrir samtals tæplega 12.000 evrur. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem Landsréttur staðfesti, segir síðan:

„Varnaraðili var tekinn til skýrslutöku hjá lögreglu 17. febrúar sl. Aðspurður kvaðst varnaraðili hafi farið í banka hér á landi og keypt evrur, hann sagðist ekki muna hversu oft eða hvenær það var og bar fyrir sig að minni hans væri ekki gott. Borin voru undir hann þau tilvik þar sem hann fór í útibú Landsbankans á tímabilinu 24. nóvember 2022 til 07. febrúar 2023 og keypti evrur sem hann greiddi fyrir með íslenskum krónum í reiðufé. Varnaraðili kvaðst hafa komið með íslensku krónurnar til landsins sem hann hafi ákveðið að skipta yfir í evrur áður en hann sneri aftur til […]. Varnaraðili kvaðst hafa keypt íslensku krónurnar á svörtum markaði í […] áður en hann kom til Íslands en sagðist ekki muna hversu mikið hann hafi keypt. Þegar fyrri framburður varnaraðila var borinn undir hann þar sem fram kemur að hann hafi einungis komið með evrur til landsins, kvað hann ekki rétt eftir sér haft hvað það varðar.“

Ennfremur hefur lögregla rannsakað upptökur úr öryggismyndavélum Landsbankans sem sýna að maðurinn kom í fylgd annars manns í Landsbankann til að kaupa evrur en gat ekki skýrt frá því hver það væri sem hefði verið með honum:

„Þá hefur lögregla í þágu rannsóknar málsins yfirfarið upptökur úr öryggismyndavélum Landsbankans þegar varnaraðili kom þangað 24. og 29. nóvember 2022 og 7. febrúar sl. Við þá skoðun hafi komið í ljós að varnaraðili kom í fylgd annars aðila og virtist sá aðili framvísa persónuskilríkjum. Við skýslutöku 23. febrúar sl. voru honum sýndar þrjár ljósmyndir af þeim aðila sem kom með honum í bankann og kvaðst hann ekki geta skýrt frá því hver sá aðili væri, enda væru ljósmyndirnar óskýrar auk þess sem langt væri um liðið. Þá vildi varnaraðili engu bæta við fyrri framburð sinn og neitaði jafnframt áfram að gefa lögreglu upp lykilorð farsíma síns þrátt fyrir ítrekaða beiðni.“

Lögregla telur rannsókn málsins miða vel en verjandi mannsins mótmælti gæsluvarðhaldsbeiðni lögreglustjóra og bendir á að upphæðin sem maðurinn var með á sér sé ekki mikið yfir leyfilegu hámarki samkvæmt gjaldeyrislögum.

Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn gildir til föstudagsins 3. mars kl. 16.

Sjá nánar hér 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“