fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

„Heimspekingur Pútíns“ dregur upp þrjár sviðsmyndir varðandi rússneskan sigur í Úkraínu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. mars 2023 04:20

Alexander Dugin hefur verið nefndur „Heili Pútíns“. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexander Dugin hefur verið sagður hafa mikil áhrif á Vladímír Pútín, Rússlandsforseta. Dugin er öfgasinnaður þjóðernissinni sem er mjög hlynntur stríðsrekstrinum í Úkraínu.  Hann dró nýlega upp þrjár sviðsmyndir varðandi rússneskan sigur í stríðinu.

Það liggur ljóst fyrir að á því rúma ári sem er liðið frá því að innrás Rússa hófst, þá hafa þeir margoft breytt markmiðum sínum með innrásinni.

Fyrst reyndu R‘ussar að ná að höfuðborginni Kyiv til að geta velt ríkisstjórninni til að geta „afvopnað og afnasistavætt“ Úkraínu eins og Pútín orðaði það.

Mánuði síðar breyttist markmiðið þegar Rússar tilkynntu um mun minna metnaðarfullt markmið um að „frelsa“ Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu.

Í júlí bættu þeir aðeins við markmiðin og sögðu að einnig ætluðu þeir að ná Kherson og Zaporizjzja í suðurhluta Úkraínu á sitt vald.

Á föstudaginn var ár liðið frá því að innrásin hófst og þá var staðan sú að Rússar höfðu ekki náð neinum af fyrrgreindum markmiðum.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) segir að sú staðreynd að „Rússar hafi ekki náð neinum af yfirlýstum markmiðum sínum og hafi ekki unnið mikla landvinninga síðan í júlí“ hafi líklega verið ástæðan fyrir að Pútín lét lítið fyrir sér fara á föstudaginn og minnst lítið á stríðið því það var ekkert til að stæra sig af.

Alexander Dugin fjallaði um hugsanlegar sviðsmyndir, um hvernig stríðinu getur lokið, í grein á heimasíðu Tsargrad sjónvarpsstöðvarinnar en það er hægrisinnuð popúlistastöð.

Dugin er dags daglega prófessor í heimspeki við Moskvuháskóla. Hann hefur stundum verið nefndur „heili Pútíns“, „heimspekingur Pútíns“ og „Raspútín Pútíns“ því hugmyndir hans um stöðu Rússlands í heiminum virðast vera innblástur fyrir Pútín.

Í greininni dregur Dugin upp þrjár sviðsmyndir sem veita Rússum færi á að lýsa yfir sigri, litlum sigri, millistórum sigri eða stórsigri.

Lítill sigur

Þetta er lágmarkið sem til þarf að Rússland geti lýst yfir sigri. Þá lýsa Rússar yfir sigri þegar þeir hafa full yfirráð yfir Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizjzja. Þá verður einnig „innan náinnar framtíðar“ að draga úr hernaðarmætti Úkraínu og tryggja öryggi fyrrgreindra fjögurra héraða. Einnig verður úkraínska ríkisstjórnin að viðurkenna stöðuna og samþykkja hana.

Millistór sigur

Hér er sviðsmyndin að Rússar nái fullum yfirráðum yfir svæði sem á rússnesku er kallað „Novorossija“ (Nýja Rússland). Í þessari sviðsmynd er reiknað með að Rússar nái sama landsvæði á sitt vald og í fyrstu sviðsmyndinni auk Kharkiv, Dnipro, Mykolaiv og Odesa. Dugin segir að með því væri hægt að fullkomna skiptingu Úkraínu í austur og vestur. Þetta sé eitthvað sem Rússar geti sætt sig við og yrði talið vera sannur sigur sem fullkomnar það sem hófst og var síðan truflað 2014. Hann segir að líklega sé hægt að fá Vesturlönd til að sætta sig við þessa sviðsmynd þrátt fyrir að það verði stór biti fyrir þau að kyngja að Úkraína missi höfnina í Odesa.

Stórsigur

Hér á Dugin við algjöran sigur Rússlands þar sem allt úkraínskt landsvæði verður „frelsað“. Hann segir að með slíkum sigri verði hægt að ná þeim markmiðum að fullu að afnasistavæða og afvopna Úkraínu. Hann segir að sigur af þessu tagi muni hafa afleiðingar fyrir Rússland því landið verði algjörlega aðskilið frá Vesturlöndum og verði djöfullegt í augum marga landa. Rússnesk áhrif í Evrópu verði engin eða jafnvel minni en það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu
Fréttir
Í gær

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum