Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, boðar í dag til blaðamannafundar.
Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara staðfestir við mbl.is að ný miðlunartillaga verði lögð fram. Ástráður setti ofan í við Stefán Ólafsson, fulltrúa í samninganefnd Eflingar, fyrir færslu sem Stefán birti á Facebook, þar sem Ástráður taldi hann hafa brotið trúnað.
Verkfall hefur staðið yfir í átta daga, en fundað var um helgina án árangurs. SA féllst þó á að fresta verkbanni í fjóra sólarhringa.