fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Bubbi vill loka landinu – Þórarinn segir okkur vera að drukkna í erlendu fólki með flíshúfur

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 26. febrúar 2023 12:00

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Leifsson, leiðsögumaður og rithöfundur, segir Ísland vera að drukkna af erlendum ferðamönnum. Í færslu á Facebook segir hann fáa spá í eða fjalla um þessa staðreynd og frammámenn ferðaþjónustunnar upptekna við að móðgast ef einhver gagnrýnir ferðaþjónustuna.

Spyr hann sig hvernig staðan verði í sumar, þegar hún er svona slæm í lok febrúar.

„Ég hef verið gæd síðan haustið 2017, með smá pásu í Covid. Núna í lok febrúar 2023 fæ ég í fyrsta sinn á tilfinninguna að Ísland sé að drukkna. Ég veit að þetta hljómar fáránlega, en svona leggst þessi tilfinning yfir mig. Við erum að drukkna í erlendu fólki með flíshúfur sem þarfnast skyndikynna og þjónustu á hjara veraldar,“ segir Þórarinn.

„Ekki misskilja mig samt – ég hef unun af því að eiga samskipti við skemmtilegt fólk á nokkrum tungumálum. En þetta er bara að verða of mikið núna. Röðin í á kaffihúsinu í Reynisfjöru nær oftast út fyrir húsið og ein af þessum pólsku sem vinna þar segist varla hafa náð að hvílast í tíu daga. Það er krökkt af fólki uppi við Sólheimajökul. Bensínstöðin á Hvolsvelli er yfirleitt stappfull af fólki. Stæðið við Geysi er sprungið, stæði við Skógarfoss sömuleiðis … og svo framvegis. Hvernig verður þetta í sumar? Það virðast mjög fáir vera að pæla í þessu eða fjalla um það. Forkólfar ferðaþjónustunnar virðast einungis uppteknir við að móðgast ef einhver dirfist að gagnrýna bransann. Er einhver þarna úti að marka stefnu næstu ára? Eða á þessi ringulreið bara að halda áfram svona þangað til að við dettum úr tísku? Ég veit það ekki, mig skortir yfirsýn.“

Margir tjá sig undir færslunni, þar á meðal tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. Segir hann lausnina einfalda: 

„Loka landinu án gríns. Nei ég meina þetta en það mun aldrei verða landið er að verða eitt svöðusár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“