fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Örlagaatvik í Hamarsfirði – „Við upplifðum þetta sem morðtilraun“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. febrúar 2023 11:00

Frá Hamarsfirði. Youtube-skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextíu og tveggja ára gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir umferðar- og hegningarlagabrot vegna skuggalegs atviks sem átti sér stað í Hamarsfirði, þann 1. febrúar árið 2022. Í ákæru málsins, sem DV hefur undir höndum, er maðurinn sakaður um að hafa á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu konu og karls í augljósa hættu. Fólkið var í öðrum bíl og er maðurinn sakaður um að keyrt viljandi aftan á þau á mikilli ferð. Verknaðurinn er sagður hafa verið algjörlega tilefnislaus.

Hamarsfjörður er nálægt Djúpavogi en í ákæru er sagt að hinn ákærði hafi ekið norður þjóðveg nr. 1 frá Hornafirði og hann hafi verið í sunnanverðum Hamarsfirði, nokkru sunnan við brúna yfir Hamarsá, er atvikið varð.

Í ákæru kemur einnig fram að maðurinn ók undir miklum áhrifum áfengis og mældist vínandamagn í blóði 1,99‰ (prómil).

DV hafði samband við karlmanninn sem var í bílnum sem ekið var á. Hann segir að hann og konan sem var með honum hafi lengi verið með eymsli og stirðleika í hálsi eftir atvikið, hann hafi að mestu náð sér af þeim meiðslum en konan ekki. Maðurinn glímir enn við andleg eftirköst atviksins. „Ég er ennþá hræddur við stóra bíla,“ segir hann.

„Við upplifðum þetta sem morðtilraun,“ segir hann ennfremur en hann óttaðist þau lentu út af og í Hamarsánni. Hann lýsir því stuttlega hvernig ákærði ökumaðurinn hafi fengið þau til að taka fram úr sér og síðan hafi hann ekið aftan á þau á miklum hraða:

„Hann var greinilega mjög drukkinn og við vildum ekki fara fram úr honum, en hann gaf stefnumerki og bauð okkur að fara fram úr sér.“ Síðan hafi hann ekið á miklum hraða aftan á þau.

Maðurinn segir að hann og konan sem var með honum í bílnum þekki ekkert til ökumannsins en hann hafi greinilega gert þetta með fullum ásetningi.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar, sviptingar á ökurétti og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Gerðar eru einkaréttarkröfur fyrir hönd konunnar og mannsins sem urðu fyrir ákeyrslunni og krefst hvort um sig tveggja milljóna króna í miskabætur.

Fyrirtaka verður í málinu við Héraðsdóm Suðurlands þann 2. mars næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT