fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Umdeildur kennari við Kvíslarskóla aftur til starfa eftir að hafa verið settur í leyfi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 20:05

Mynd: Kvíslarskóli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn í síðustu viku var foreldrum barna í sjöunda bekk Kvíslarskóla tilkynnt um að kennari við skólann, Sævaldur Bjarnason, myndi snúa aftur til starfa daginn eftir, föstudaginn 15. febrúar, eftir að hafa verið í launuðu leyfi í þrjár vikur.

Í tilkynningu um þetta á mentor.is segir:

„Við viljum upplýsa ykkur um að Sævaldur Bjarnason, sem verið hefur í launuðu leyfi síðustu þrjár vikur mun snúa aftur til kennslu í fyrramálið. Ef þú sem foreldri eða nemendur vilja ræða þetta mál getið þið snúið ykkur til Bjarkar Einisdóttur, staðgengils skólastjóra.“

Samkvæmt heimildum DV mun Sævaldur ekki hafa verið sendur í leyfi vegna framgöngu sinnar í störfum sínum við skólann heldur í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um hegðun hans í starfi sem körfuboltaþjálfari.

Sævaldur er þrautreyndur körfuboltaþjálfari og hefur meðal annars þjálfað U-18 lið kvenna. Hann stýrði hins vegar ekki liðinu á EM í Grikklandi sumarið 2022 en KKÍ ákvað að hann myndi ekki stýra liðinu vegna kvartana sem höfðu borist samskiptaráðgjafa ÍSÍ um framkomu hans.

Fjallað var um þetta m.a. á Vísir.is þann 17. desember 2022. Samskiptaráðgjafi ÍSÍ skilaði því áliti til KKÍ (Körfuknattleikssambands Íslands) að Sævaldur hefði ekki gert neitt ólöglegt og gæti því starfað sem þjálfari áfram.

Sævaldur birti í kjölfarið færslu á Facebook þar sem hann sagði sína hlið á málinu en sú færsla vakti hörð viðbrögð hjá körfuknattleikskonunni Söru Líf Boama, sem svaraði færslunni og sakaði Sævald um óviðeigandi framkomu. Sara skrifaði:

„Vegna færslu sem umræddur þjálfari setti fram nýlega langar mig að létta á mér. Mér finnst það glatað í fyrsta lagi að þú neitir því sem þú gerðir og lætur svo eins og þú sért fórnarlambið í stöðunni.  Þú veittir okkur nánast öllum vanlíðan og kvíða í allt sumar. Það er án djóks glatað að þú fáir ennþá að spila fyrir Ísland.  Þú snertir okkur á óviðeigandi hátt og varst almennt mjög óþægilegur. Ég mun aldrei gleyma hvernig þú lést mér líða. 

Hvernig þú rasskelltir mig bæði með flötum lófanum og þjálfaraspjaldinu en mest af öllu mun ég aldrei gleyma því þegar þú kemur aftan að mér á stóra vellinum í Finnlandi, rasskelltir mig tvisvar og segir svo glottandi og hlæjandi „nei ég ætlaði nú ekki að fara í rassinn á þér.“

Þú áttir ekki skilið að hafa sloppið svona auðveldlega. Staðan þín í samfélaginu er sú sama og áður fyrr. Þú hefðir átt skilið að þjást mikið lengur eins og við allar.

Eftir þennan póst sem þú settir á FB vitandi af þeim hlutum sem þú gerðir ! Ertu ekkert að grínast með þetta? Datt þér ekki í hug að senda frekar fyrirgefningarpóst eða eitthvað annað eða vera bara mannlegur og sjá að þú ollir okkur miklum sársauka. 

Það er ekki að ástæðulausu að þegar við sögðum frá að fólk hafi tekið strax til málanna. Þetta er sárt…Enn og aftur sleppur gerandinn!!!

Í lokin langar mér að taka fram hvað ég er vonsvikin hvað ég er vonsvikin með ákveðna aðila sem brugðust við þessu umrædda innleggi, því ég hélt að þau væru betur upplýst og berðu hag barna og ungra kvenna fyrir brjósti sér.“

Umræða í íbúahópi leiddi til leyfis

Nokkru síðar spratt upp umræða um málið í íbúahópi Mosfellinga á Facebook og var þar gagnrýnt að Sævaldur væri enn við störf við Kvíslarskóla. Sú umræða virðist ekki lengur aðgengileg en leiddi til þess að kennarinn var settur þriggja vikna launað leyfi, sem fyrr segir. Hann er nú kominn til starfa aftur og hefur sú endurkoma vakið óánægju sumra foreldra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“