fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Úkraínskt burðardýr fær 2 ára dóm fyrir kókaíninnflutning

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumaður að nafni Lázló Balla hlaut í síðustu viku tveggja ára dóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, flutning kókaíns til landsins ætluðu til sölu hérlendis. Fíkniefnin voru jafnframt gerð upptæk.

Föstudaginn 23. dsember 2022 flutti Balla inn 2.183,50 g af kókaíni, með styrkleika 83%, en fíkniefnin faldi hann í farangri sínum í flugi frá Póllandi. 

Ákærði játaði brot sitt fyrir dómi. Af gögnum sem lögð voru fyrir dóm var talið að hann hafi ekki verið eigandi  nefndra  fíkniefna  eða  tekið  þátt í  skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins. Fyrir það kvaðst ákærði aðeins hafa átt að fá fargjald til Íslands og uppihald þar í nokkra daga. Dómari taldi þó ekki hægt að horfa framhjá því að ákærði flutti til landsins umtalsvert magn af sterku kókaíni og meðal annars með hliðsjón af magni þess stæðu allar líkur til þess að það  verið ætlað til  söludreifingar  hér  á  landi í  ágóðaskyni.

Var refsing því metin hæfileg tveggja ára fangelsi og kemur gæsluvarðhald frá 23. desember 2022 til frádráttar. Ákærði var einnig dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar, tæplega 1,5 milljón króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp