Hann segir þetta gert til að allir „kunni að meðhöndla vopn“ og verði viðbúnir til að svara hugsanlegri áreitni gegn landinu og til að halda uppi lögum og reglu á friðartímum.
„Staðan er ekki auðveld. Ég hef sagt oftar en einu sinni, sérhver maður og ekki bara maður, eigi að geta meðhöndlað vopn,“ sagði Lukashenko á fundi hjá öryggisráði landsins og bætti við: „Í það minnsta til að vernda fjölskyldu sína og ef nauðsyn krefur, heimili sitt, jörðina sína og ef nauðsyn krefur landið.“
Í síðustu viku sagði Lukashenko að hann myndi aðeins gefa her sínum fyrirmæli um að berjast með rússneska hernum ef annað land myndi ráðast á Hvíta-Rússland.