fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Dæmdur fyrir að skemma Subaru Legacy

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 17:29

Mynd: Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur maður var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa ruðst inn í bíl af gerðinni Subaru Legacy og valdið skemmdum á honum.

Atvikið átti sér stað í janúar árið 2022. Samkvæmt ákæru ruddist maðurinn heimildarlaust inn í bílinn á bílastæði og skemmdi innréttingar á ökumannssvæði, auk þess að skemma útvarpið í bílnum. Tónið nam rúmlega 322.000 krónum.

Annar maður var með í för þegar skemmdarverkið var framið en fallið var frá ákæru gegn honum.

Hinn ákærði játaði sök sína fyrir dómi. Hann er 22 ára gamall og hefur áður verið sakfelldur fyrir líkamsárás og hefur hann rofið skilorð. Í dómnum segir:

„Samkvæmt sakavottorði var hann 15. október 2020 sakfelldur fyrir líkamsárás en ákvörðun refsingar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Sá dómur var tekinn upp og dæmdur með dómi 25. janúar 2021 og ákærða gerður hegningarauki, 45 daga fangelsisrefsing, skilorðsbundið tvö ár, fyrir líkamsárás í desember 2018. Með brotum þeim sem ákærði er sakfelldur fyrir í máli þessu rauf hann skilorð síðastgreinds dóms. Ber því nú að taka skilorðsdóminn upp og dæma með máli þessu samkvæmt 60. gr. almennra hegningarlaga. Verður refsing ákærða samkvæmt því tiltekin eftir reglum 77. gr. hegningarlaganna og þykir hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði.“

Hann gekkst við bótaskyldu gagnvart eiganda bílsins en taldi kröfuna of háa. Dómari taldi hins vegar viðgerðarkostnað upp á 322.000 krónu vera rétt metinn.

Niðurstaðan var þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og bótagreiðslur upp á rétt rúmlega 322 þúsund krónur. Auk þess þarf hann að greiða 130.000 krónur í málskostnað og verjanda sínum rúmlega 210 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks