fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Svona plataði Biden alla og læddist inn í Kyiv

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. febrúar 2023 05:25

Zelenskyy tók vel á móti Biden í Kyiv í gær. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nær öllum að óvörum birtist Joe Biden, Bandaríkjaforseti, í Kyiv, höfuðborg Úkraínu í gær. Hann kom Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, þó ekki alveg í opna skjöldu því heimsóknin hafði verið undirbúin um langa hríð en haldið vandlega leyndri.

Með heimsókninni sendi Biden sterk skilaboð um stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og það aðeins fjórum dögum áður en ár verður liðið frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu. En þetta eru einnig skilaboð um að Bandaríkin geti skipulagt leynilega heimsókn forsetans til stríðshrjáðs lands.

New York Times segir að Biden hafi náð að yfirgefa Washington D.C. með mikilli leynd undir því yfirskini að hann ásamt eiginkonu sinni, Jill Biden, ætlaði að snæða kvöldverð á veitingastað á laugardagskvöldið. En hann snæddi ekki á veitingastaðnum heldur flaug hann til Póllands.

Síðan tók við hættuleg og leynileg ferð til Kyiv með járnbrautarlest frá pólsku landamærunum. Það er allt of hættulegt að ferðast með flugvél í úkraínskri lofthelgi.

Hann fór því sömu leið til Kyiv og aðrir þjóðarleiðtogar hafa gert frá upphafi stríðsins.

Biden og Zelenskyy fengu sér göngutúr í Kyiv. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

Fyrir nokkrum dögum var tilkynnt að Biden myndi fara til Póllands til að funda með Andrezej Duda, forseta Póllands, og að um tveggja daga heimsókn  yrði að ræða.

En heimsóknin til Kyiv kom nær öllum á óvart og var skiljanlega haldið leyndri af öryggisástæðum.

Til að láta líta út fyrir að ekkert óvenjulegt væri á seyði sendi Hvíta húsið út opinbera dagskrá á sunnudagskvöldið. Í henni kom fram að Biden væri enn í Washington D.C. og að hann myndi ekki fljúga til Varsjá fyrr en á mánudagskvöldið þar sem hann myndi lenda á þriðjudagsmorgun.

En forsetinn og nánasta samstarfsfólk hans blekktu allt og alla því hann var þá þegar kominn til Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að
Fréttir
Í gær

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni