Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá sænsku leyni- og öryggisþjónustunni Must. Fram kemur að bæði Kínverjar og Rússar standi fyrir sífellt fleiri aðgerðum sem séu ógn við Svíþjóð.
Þetta sagði Lene Halling, yfirmaður Must, í samtali við TT fréttastofuna í gær.
Hún sagði að staða öryggismála í Evrópu og Svíþjóð hafi ekki verið svona alvarleg áratugum saman. Staðan minni á kalda stríðið en nú séu leikreglurnar færri og ófyrirsjáanlegri en þá.
Um leið sýni stríðið í Úkraínu að Rússland hafi lækkað þröskuld sinni, sem var lágur fyrir, hvað varðar beitingu ofbeldis og sé reiðubúnara en áður til að taka áhættu.
Hún lagði áherslu á að mjög mikilvægt sé að Vesturlönd styðji áfram við bakið á Úkraínu.