Þetta sagði hún meðal annars í stóru viðtali við Weekendavisen um síðustu helgi.
Drottningin fór í opinbera heimsókn til Rússlands 2011 en þá var Pútín forsætisráðherra og hinn opinberi gestgjafi var því Dmitry Medvedev, sem var þá forseti. Þremur árum síðar hitti hún Pútín þegar þess var minnst að 70 ár voru liðin frá landgöngu herja bandamanna í Normandí.
Í viðtalinu sagði drottningin að hún fylgist vel með gangi stríðsins í Úkraínu með því að „lesa öll dagblöðin nær daglega“.
Hún sagðist fagna því að Úkraínumenn fái nú Leopard-skriðdreka frá bandalagsríkjum sínum. „Þeir hafa þörf fyrir eitthvað þungt. Þeir sýna einnig að þeir geta notað þetta. Þetta er aðdáunarvert. Pútín taldi að hann gæti klofið Evrópu en hann fékk okkur til að standa saman,“ sagði hún.
Hún hrósaði einnig Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, og hvernig hann hefur „staðið með þjóð sinni“.