fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Stundaði að borða frítt á veitingastöðum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 17. febrúar 2023 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok nóvember árið 2022 var maður ákærður fyrir 14 brot en mikill meirihluti þeirra snýst um það athæfi að snæða á veitingastöðum og greiða ekki fyrir veitingarnar. Maðurinn var auk þess sakaður um að stela rauðvínsflösku, hvínsflösku, ódýru hálsmeni og mat úr verslun. Ákæruliðirnir eru svohljóðandi:

„1. Fjársvik með því að hafa, mánudaginn 12. júlí 2021, pantað og neytt veitinga að andvirði 11.000 kr. á veitingastaðnum […] að […] í Garðabæ, án þess að geta greitt
fyrir andvirði veitinganna.

2. Fjársvik með því að hafa, mánudaginn 12. júlí 2021, pantað og neytt veitinga að andvirði 5.620 kr. á veitingastaðnum […] að […] í Hafnarfirði, án þess að geta greitt
fyrir andvirði veitinganna.

3. Fjársvik með því að hafa, fimmtudaginn 4. ágúst 2022, pantað og neytt veitinga að andvirði 2.950 kr. á veitingastaðnum […] að […] í Reykjavík, án þess að geta greitt
fyrir andvirði veitinganna.

4. Fjársvik með því að hafa, föstudaginn 5. ágúst 2022, pantað og neytt veitinga að andvirði 7.750 kr. á veitingastaðnum […] að […] í Reykjavík, án þess að geta greitt
fyrir andvirði veitinganna.

5. Fjársvik með því að hafa, fimmtudaginn 11. ágúst 2022, pantað og neytt veitinga að andvirði 8.793 kr. á veitingastaðnum […] á […] í Reykjavík og síðar sama dag
pantað og neytt veitinga að andvirði 4.768 kr. á veitingastaðnum […] í […] í Reykjavík, án þess að geta greitt fyrir andvirði veitinganna.

6. Fjársvik með því að hafa, föstudaginn 12. ágúst 2022, pantað og neytt veitinga að andvirði 13.250 kr. á veitingastaðnum […] við […] í Reykjavík, án þess að geta
greitt fyrir andvirði veitinganna.

7. Fjársvik með því að hafa, föstudaginn 12. ágúst 2022, pantað og neytt veitinga að andvirði 11.500 kr. á veitingastaðnum […] við […] í Reykjavík, án þess að geta
greitt fyrir andvirði veitinganna.

8. Fjársvik með því að hafa, mánudaginn 15. ágúst 2022, pantað og neytt veitinga að andvirði 1.300 kr. á veitingastaðnum […] við […] í Reykjavík, án þess að geta greitt fyrir andvirði veitinganna.

9. Fjársvik með því að hafa, miðvikudaginn 17. ágúst 2022, pantað og neytt veitinga að andvirði 14.880 kr. á veitingastaðnum […] í […] í Kópavogi, án þess að geta greitt fyrir andvirði veitinganna.

10. Fjársvik með því að hafa, mánudaginn 22. ágúst 2022, pantað og neytt veitinga að andvirði 3.897 kr. á veitingastaðnum […] á […] í Reykjavík, án þess að geta greitt fyrir andvirði veitinganna.

11. Gripdeild með því að hafa, miðvikudaginn 10. ágúst 2022, í móttöku […] á […] í Reykjavík, tekið ófrjálsri hendi rauðvínsflösku að andvirði 1.400 kr. og fengið sér
sopa án þess að greiða fyrir.

12. Gripdeild með því að hafa, miðvikudaginn 10. ágúst 2022, í móttöku […] við […] í Reykjavík, tekið ófrjálsri hendi hvítvínsflösku að andvirði 1.700 kr. og yfirgefið
hótelið án þess að greiða fyrir.

13. Gripdeild með því að hafa, mánudaginn 15. ágúst 2022, í versluninni […] við […] í Reykjavík, tekið ófrjálsri hendi hálsmen að verðmæti 1.900 kr. og gengið út úr
búðinni án þess að greiða fyrir.

14. Gripdeild með því að hafa, aðfaranótt þriðjudagsins 30. ágúst 2022, í versluninni […] við […] í Reykjavík, tekið ófrjálsri hendi veitingar að andvirði 2.496 kr. og neytt þeirra án þess að greiða fyrir.“

Maðurinn játaði brot sín að fullu. Var hann dæmur í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag í 60 daga skilorðsbundið fangelsi. Hann þarf að greiða verjanda sínum í málsvarnarlaun rúmlega 210 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur