fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Sprenging hjá Olís Álfheimum – Tveir fluttir á slysadeild

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 13. febrúar 2023 14:56

Mynd aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gífurlegar drunur kváðu við hjá bensínstöð Olís Álfheimum eftir hádegi í dag. Segir sjónarvottur að sprenging hafi orðið í bíl hjá bensínstöðinni. Lögregla og slökkvilið eru á vettvangi og er búið að loka svæðinu fyrir óviðkomandi umferð.

Tveir voru fluttir á slysadeild vegna slyssins.

DV náði sambandi við Sigurjón Hendriksson hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu:

„Það varð þarna sprenging í bifreið sem stóð við metangasdælurnar hjá Olís Álfheimum. Þarna hefur orðið töluverð sprenging og við vitum ekki hvernig hún kom til, hvort um var að ræða leka eða eitthvað svoleiðis. Við sendum strax nokkra sjúkrabíla á staðinn og bættum fleirum við. Það var enginn eldur sem kom upp en við byrjuðum bara á því að fá lögreglu til að loka með okkur svæðinu, tryggja aðganginn og koma í veg fyrir frekari leka eða eitthvað svoleiðis.“

Aðspurður sagði Sigurjón að tveir hafi verið fluttir á slysadeild en ekki er vitað um líðan þeirra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð