Beðið var um aðstoð í kvikmyndahús í borginni en þar hafði maður læst sig inni á salerni. Lögreglunni tókst að koma honum út.
Í Kringlunni voru tveir handteknir eftir að þeir réðust á þriðja aðilann. Þolandinn fór á bráðamóttöku.
Í Miðborginni hafði lögreglan afskipti af bar sem var opinn lengur en heimilt er samkvæmt rekstrarleyfi hans. Mikinn tónlistarhávaða lagði frá staðnum og talsverður fjöldi fólks var inn á staðnum. Starfsfólki var gert að loka staðnum strax.
Þrír ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum.