fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

H1N5 fuglaflensan farin að breiðast út meðal spendýra – Tók stórt skref í að verða að heimsfaraldursógn gagnvart mönnum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. febrúar 2023 06:53

Ungur haförn drapst úr fuglaflensu Mynd/Gunnar Þór Hallgrímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Evrópu og víðar um heiminn herjar H5N1 fuglaflensan nú. Milljónir villtra fugla hafa drepist og alifuglum hefur verið lógað í þúsundatali vegna flensunnar. Um allan heim hafa spendýr fundist dauð og hefur verið staðfest að þau voru smituð af H5N1.

Allt hefur þetta gerst áður en nú er þetta öðruvísi því í fyrsta sinn hefur veiran borist úr spendýri í spendýr. Þetta veldur miklum áhyggjum hjá sérfræðingum sem óttast að veiran, sem er venjulega miklu banvænni en kórónuveiran, geti stökkbreyst og smitast á milli fólks.

Ástæðurnar fyrir þessum áhyggjum er ný þróun á ákveðnum stað þar sem ein ákveðin tegund dýra er til staðar. Augu vísindamanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar beinast því stíft að þessum stað þessa dagana.

Þetta er minkabú á Spáni. Í október barst H5N1 á milli spendýra þar, það er að segja veiran barst á milli minka. TV2 skýrir frá þessu.

Vísindamenn hafa áhyggjur af þessu smiti á milli spendýranna og því að yfirstandandi fuglaflensufaraldur er sá stærsti í sögunni og að þetta geti valdið stökkbreytingum sem geri að verkum að veiran geti borist á milli manna.

Lone Simonsen, prófessor og faraldsfræðingur við háskólann í Hróarskeldu, sagði í samtali við TV2 að áhyggjurnar megi rekja til þess að það veiruafbrigði sem nú dreifist meðal fugla smitist frekar á milli fugla en upphaflega afbrigðið. Hún sagði einnig að veiran, sem fannst í minkunum á Spáni, hafi verið með stökkbreytingu sem gerir henni auðveldara fyrir við að smitast á milli spendýra.

„Það er löng leið, þróunarlega, sem veira verður að fara áður en hún verður að heimsfaraldursógn gagnvart mönnum. Með smitinu á meðal minkana í minkabúinu á Spáni tók hún stórt skref í þá átt,“ sagði Simonsen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti