fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Lyfjastofnun innkallar sýklalyf – Mögulega mengað af bakteríu sem hefur valdið usla í Danmörku

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birti DV frétt um skelfilega bakteríu sem fannst nýlega í einu mest notaða sýklalyfinu í Danmörku.

„Það er hræðilegt að hugsa um hversu margir hafa tekið þetta lyf og eru hugsanlega smitaðir.“ Þetta sagði Charlotte Nielsen Agergaard, deildarlæknir á örverudeild háskólasjúkrahússins í Óðinsvéum í Danmörku.

Vísað var til fréttar TV2 sem hafði eftir Agergaard að það megi ekki gerast að fólk taki lyf, sem læknir hefur ávísað því, sem það hefur keypt í dönsku apóteki og eigi á hættu að smitast af fjölónæmri bakteríu. Agergaard komst að því að í sýklalyfinu Dicillin frá svissneska lyfjafyrirtækinu Sandoz eru bakteríur sem eru ónæmar fyrir fjölda sýklalyfja. Um 35.000 Danir hafa fengið lyfinu ávísað frá í september og fram í desember samkvæmt gögnum frá heilbrigðisyfirvöldum.

Danskir læknar fundu skelfilega bakteríu – Mörg þúsund manns eru hugsanlega smitaðir

Dicillin er ekki í sölu hérlendis.

Sama dag og frétt TV2 birtist barst tölvupóstur frá Lyfjastofnun til apóteka hérlendis þar sem tilkynnt var að möguleiki væri á að sýklalyfið Staklox 500 mg yrði innkallað. Í tölvupóstinum kom fram að markaðsleyfishafi lyfsins myndi ákveða daginn eftir, 9. febrúar, hvort innköllunin nái einnig til einstaklinga sem hafa fengið lyfið afhent.

„Ástæða innköllunarinnar er að nokkrir einstaklingar í Danmörku hafa sýkst af fjölónæmu bakteríunni Enterobacter Hormaechi. Rannsókn leiddi í ljós að ein framleiðslugeta af Dicillin innihélt þessa bakteríu, lotu sem aðeins var dreift í Danmörku. Rannsókn hafi sýnt að mengun gæti átt við aðrar lotur af lyfinu og því hafi allar lotur Dicillin verið innkallaðar hjá einstaklingum í Danmörku,“ segir meðal annars í tölvupóstinum sem DV hefur undir höndum.

Lyfið Staklox, sem selt er hér á landi eins og áður segir, er frá sama framleiðanda og lyfið Dicillin, sem einstaklingar sýktust af í Danmörku. „Það hefur ekki verið útilokað að lotur af Staklox geti verið mengaðar af umræddum bakteríum.“

Eftir hádegi í dag barst annar tölvupóstur frá Lyfjastofnun þar sem kemur fram að yfirvofandi er innköllun á lyfinu Staklox 500 mg hylkjum til sjúklinga. Í tölvupóstinum, sem DV hefur undir höndum, fylgja leiðbeiningar um hvernig á að taka á lyfinu sem einstaklingar skila og hvaða lyf eigi að afhenda þeim í staðinn.

Í niðurlagi tölvupóstsins segir: „Þeir einstaklingar sem hafa lokið Staklox lyfjameðferð og hafa engin einkenni um sýkingu þurfa ekki að grípa til neinna aðgerða á þessari stundu. Þeir einstaklingar sem hafa lokið Staklox lyfjameðferð og eru með sýkingu, t.d. blöðrubólgu skulu hafa samband við lækni.“

Rétt í þessu barst eftirfarandi tölvupóstur frá Lyfjastofnun þar sem segir:

Lyfjastofnun vekur athygli á eftirfarandi upplýsingum. Þess er góðfúslega farið á leit við fjölmiðla að koma upplýsingunum í dreifingu sem fyrst svo þau nái til þeirra sem málið varðar.

Markaðsleyfishafi Staklox (500 mg hylki) hefur innkallað lyfið til sjúklinga. Þeir sjúklingar sem eru í sýklalyfjameðferð í dag með Staklox eru beðnir að skila lyfinu í næsta apótek sem fyrst. Annað lyf verður afhent í staðinn einstaklingum að kostnaðarlausu. Mikilvægt er að halda lyfjameðferð áfram samkvæmt leiðbeiningum. Þeir sem eiga afgangs Staklox birgðir eru einnig beðnir um að skila þeim í apótek.

Ráð til einstaklinga:

  • Ef þú ert núna í Staklox lyfjameðferð, þá skaltu fara með lyfið í apótek. Þú færð í staðinn lyfið Dicloxacillin Bluefish sem er sama lyf og Staklox en frá öðrum framleiðanda. Þú munt fá nægilegt magn til þess að klára sýklalyfjameðferðina samkvæmt leiðbeiningum læknis og þarft ekki að greiða aukalega fyrir það. Þú þarft ekki að hafa samband við lækninn til þess að fá nýja sýklalyfjaávísun til að klára núverandi meðferð.
  • Mögulegt er að búið sé að setja lyfið í aðrar umbúðir í apótekinu til þess að koma í veg fyrir að birgðir lyfsins klárist. Ef svo er, þá færð þú fylgiseðil lyfsins útprentaðan með afhentri pakkningu. Fylgiseðilinn má einnig nálgast í sérlyfjaskrá.
  • Ef Dicloxacillin Bluefish er ekki fáanlegt í apótekinu, þá er mögulegt að þú þurfir að hafa samband við lækni til að fá nýja sýklalyfjaávísun. Ýmis önnur sýklalyf eru fáanleg.
  • Ef þú hefur lokið Staklox meðferð og hefur engin einkenni um sýkingu þarftu ekki að gera neitt. Ef þú hefur fengið einkenni sýkingar, t.d. blöðrubólgu, þá skaltu hafa samband við lækni.

Öll apótek í landinu eru upplýst um málið og hafa fengið leiðbeiningar frá markaðsleyfishafa Staklox og Lyfjastofnun um hvernig standa eigi að skiptum til einstaklinga. Á meðan á rannsókn málsins stendur er tryggt að Staklox sé ekki dreift til apóteka, heilbrigðisstofnana og einstaklinga. Önnur lyf sem innihalda dicloxacillin og eru á markaði á Íslandi eru ekki framleidd af sama fyrirtæki og því nær innköllunin ekki til þeirra.

Nánari upplýsingar á vef Lyfjastofnunar, þar sem jafnframt verður miðlað frekari upplýsingum um innköllunina, eins og þörf krefur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks