Meðal þess sem Pólverjar fá að kaupa eru HIMARS-flugskeytakerfi, Úkraínumenn hafa notað þau með góðum árangri í stríðinu gegn Rússum, og flugskeyti af ATACMS og GMLRS gerðum.
Ráðuneytið hefur samþykkt sölu á 18 HIMARS-flugskeytakerfum til Póllands, 45 ATAMCS flugskeytum og rúmlega 1.000 GMLRS flugskeytum.
Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu kemur fram að þetta muni gefa pólska hernum tækifæri til að styrkja sig og nútímavæðast enn frekar. Einnig mun þetta gera að verkum að Pólverjar verða mun betur í stakk búnir til að starfa með Bandaríkjunum og öðrum bandamönnum sínum.
Ekki kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins hvort Pólverjar hyggist láta Úkraínu hluta af vopnunum í té. Þeir geta ekki gert það nema að fengnu samþykki bandarískra yfirvalda.