fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Barátta Sverris og Dalrósar við Reykjanesbæ engu skilað þrátt fyrir áfellisdóm Umboðsmanns Alþingis- Heimta að þau afsali sér bótarétt

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 11:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dalrós Líndal og Sverrir Örn Leifsson stigu fram á Vísi um helgina þar sem þau greindu frá baráttu sinni við Reykjanesbæ, en þau hafa verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingafulltrúi í bænum stöðvaði framkvæmdir við hús sem þau eru að reisa, þrátt fyrir að öll leyfi hafi áður verið gefin út.

Sverrir og Dalrós voru gestir í í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þau fóru yfir málið.

Með gilt leyfi þegar framkvmdir voru stöðvaðar

„Þetta snýst um að við sækjum um þessa lóð – fáum hana úthlutaða. Svo látum við teikna, skilum teikningum, fáum plagg um að þetta sé í samræmi við skipulag. Svo fáum við útgefið byggingarleyfi níu mánuðum eftir það. Svo hefjum við bara framkvæmdir.

18 mánuðum eftir að teikningarnar eru samþykktar fer byggingafulltrúi að efast um ákvörðun sína og segir okkur að húsið sé ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.“

Í kjölfarið hafi þau fundað með byggingafulltrúa og reynt að finna leið til að hægt væri að halda framkvæmdum áfram. Úr verður að þau lækka húsið um 50 sentimetra og halda svo framkvæmdum áfram og fengu engar frekari athugasemdir. Frá apríl fram í desember heyra þau ekkert frá byggingafulltrúi.

Þau voru þá við það að loka þakinu á húsi sínu, en þá kom staðgengill byggingafulltrúa og stöðvar framkvæmdir því húsið sé ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Þá voru skyndilega komnar nýjar teikningar í máli sem byggingafulltrúi hafði falið teiknistofu að gera, en þessar teikningar voru frá allt öðrum aðila en hafði teiknað hús þeirra Dalrósar og Sverris.

Áfellisdómur umboðsmanns Alþingis yfir úrskurðarnefnd

Þau leituðu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem taldi að sveitarfélaginu hafi verið heimilt að stöðva framkvæmdir þar sem hæð hússins væri ekki í samræmi við deiliskipulag.

Þá leituðu þau til umboðsmanns Alþingis sem tók sér alveg ár í að taka málið fyrir. Álit umboðsmanns er fyrir margt áhugavert.

Þar kemur fram að eftir að byggingarfulltrúi hefði stöðvað framkvæmdirnar hefði að því er virtist ekkert verið gert til að hefja undirbúning að ákvörðun um niðurfellingu eða afturköllun byggingarleyfisins. Það lægi fyrir að Sverrir og Dalrós hefðu mótmælt því að hafa óskað eftir breytingum á byggingarleyfi til samræmis við þær teikningar sem byggingarfulltrúi hefði samþykkt og byggt á og væri vafi á um hvort hús þeirra væri í samræmi við gildandi byggingarleyfi eða ekki.

Þetta hefði úrskurðarnefndin átt að ganga úr skugga um, þ.e. hvort breytingin hefði verið gerð með gildum hætti svo hægt væri að byggja stöðvun á henni. Beindi umboðsmaður því til úrskurðarnefndarinnar að taka mál þeirra Sverris og Dalrósar aftur til meðferðar.

Því hefur úrskurðarnefndin þó neitað að gera. Og eftir sitja Dalrós og Sverrir með hús sem er „korter í fokhelt“ samkvæmt þeim, hús sem þau hefðu átt að vera búin að halda þrjú jól í, sem þau komast hvorki land né strönd með.

Umboðsmaður var afdráttarlaus í niðurstöðu sinni og sagði:

„Það er álit mitt að úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 4. júní 2020 í máli nr. 7/2020 hafi ekki verið í samræmi við lög. Sú niðurstaða byggist einkum á því að ég tel að nefndin hafi, eins og atvikum var háttað, ekki haft fullnægjandi forsendur að lögum til að hafna kröfu A um ógildingu þeirrar ákvörðunar byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar 30. desember 2019 að stöðva tímabundið framkvæmdir að [x]“

Vilja að þau afsali sér mögulegum bótarétti

Sverrir og Dalrós segja að viðræður þeirra við Reykjanesbæ hafi litlu skilað. Þeim hafi verið settir afarkostir til tilboði sem fram kom hjá sveitarfélagin þar sem þau hefðu þurft að afsala sér bótarétti á hendur sveitarfélaginu og eins taka á sig mögulega skaðabótaábyrgð með sveitarfélaginu ef nágrannar skyldu leita réttar síns.

„Við erum leikmenn, við treystum því að byggingarfulltrúinn viti hvað hann er að gera“

Sverrir og Dalrós segja að kostnaðurinn sem þau hafi borið vegna hússins, eftir að framkvæmdir hafi verið stöðvaðar sé að nálgast 30 milljónir. Þau hafi eins komist að því að fjöldi bygginga í sama hverfi sé ekki í samræmi við deiliskipulagið og telja þau að það sé brot gegn jafnræðisreglu að þeirra bygging fái aðra og strangari meðferð en þau hús.

„Við viljum bara fá að halda áfram. þetta er bara orðið fínt [….] það að við stöndum og blæðum vegna þeirra mistaka og því að einhver nágranni er ósáttur, mér finnst þar bara mjög illa vegið að fólki.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að
Fréttir
Í gær

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni