Ekið var á ljósastaur og stakk ökumaðurinn af frá vettvangi án þess að tilkynna um óhappið.
Þrír ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra ók á skilti áður en hann var handtekinn og annar reyndist vera sviptur ökuréttindum.
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka án tilskilinna ökuréttinda og er það í annað sinn sem hann er kærður fyrir slíkt brot.
Tilkynnt var um ungmenni að skemma rútu og náðu þau að valda töluverðum skemmdum á rútunni. Málið er í rannsókn.