fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Allt nötrar í Bandaríkjunum útaf kínverskum njósnaloftbelgjum – Kínverjar segja að um óhapp sé að ræða

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. febrúar 2023 11:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamenn eru í viðbragðstöðu eftir að ógnarstór kínverskur loftbelgur, sem sagður er  útbúinn til njósna, sást í 60 þúsund feta hæð í  bandarískri lofthelgi í vikunni. Loftbelgurinn, sem er mannlaus, svífur í austurátt og mun fara yfir fjölmörg viðkvæm svæði í Bandaríkjunum sem hefur valdið talsverðum titringi ytra og meðal annars hefur utanríkisráðherra þjóðarinnar hætt við opinbera heimsókn til Kína vegna málsins. Kínverjar hafna njósnum og segja að um rannsóknarloftbelg sé að ræða sem hafi fokið yfir Bandaríkin fyrir slysni. Þá hefur verið greint frá því að annar slíkur loftbelgur hafi sést fyrir ofan Suður-Ameríku.

Gripu strax til aðgerða

Í umfjöllun CNN kemur fram að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hafi verið upplýstur um tilvist njósnabelgsins síðastliðinn þriðjudag og fengið ítarlegar uppfærslur á stöðunni síðan. Bandarísk yfirvöld hafi þegar í stað gripið til aðgerða til þess að takmarka þær upplýsingar sem að loftbelgurinn gæti mögulega safnað í ferð sinni.

Bandaríkjamenn hafa gefið það út að enn sem komið er stafi ekki pólitísk né hernaðarleg ógn af loftbelgnum en fylgst er vel með för hans.  Þá hefur komið til tals að skjóta belginn niður en það gæti skapað hættu á mannfalli eða annarskonar tjóni byggingum og innviðum. Til marks um stærð belgsins er að undir honum er mannvirki sem er á stærð við þrjá strætisvagna.

Eins og áður segir var  að Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, myndi halda í opinbera heimsókn til Kína í vikunni en hætt var við þá heimsókn útaf njósnabelgnum. Er haft eftir Blinken að engin grundvöllur væri fyrir viðræðunum sem áætlaðar voru vegna belgsins og að um væri að ræða grófa atlögu að fullveldi Bandaríkjanna.

Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna

„Við erum fullviss um að loftbelgurinn sé útbúinn til njósna,“ sagði Blinken á blaðamannafundi í gær.

Kínversk yfirvöld vísa því alfarið á bug að um njósnabelg sé að ræða. CNN hefur eftir talsmanni yfirvalda að belgurinn sé eigu einkafyrirtækis og sé útbúinn til rannsókna á lofthjúpi jarðar. Óviðráðanlegar ástæður hafi orðið til þess að loftbelgurinn fauk stjórnlaust af leið og inn í lofthelgi Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur