fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Jóhannes sóttur til saka í héraði og Lexusinn á uppboði hjá Sýslumanni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. janúar 2023 13:30

Líklega er óþarfi að taka það fram en myndin er sumsé samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má með sanni segja að öll spjót standi á athafnamanninum Jóhannesi Páli Durr. Hann er einn fjögurra sem sóttur er til saka í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir aðild sína að Stóra Kókaínmálinu og og rétt fyrir hádegi í dag var glæsilegur Lexus-jeppi hans, af gerðinni Ux250h, árgerð 2019, seldur á uppboði hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

Áður hafði saksóknari farið fram á jeppinn, sem og forlátt Rolex-úr, yrði gerður upptækur enda hafi Jóhannes Páll keypt lúxusvarninginn fyrir illa fengið fé.

Eiga yfir höfði sér langa dóma

Fjómenningunum, Jóhannesi Páli, Páli Jónssyni, Daða Björnssyni og Birgi Halldórssyni er gefið að sök að hafa reynt að flytja inn tæplega 100 kíló að kókaíni sem falið var í vöru­sendingu á leið til landsins, á­samt peninga­þvætti upp á 63 milljónir króna. Markaðs­virði kókaínsins er talið hafa verið um tveir milljarðar króna.

Hlutverk mannanna, sem eru á þrítugsaldri fyrir utan Pál sem er á sjötugsaldri, í innflutningum var mismunandi. Páll skaffaði aðgang að flutningsleið sinni en hann er timbursali og var efnið flutt inn í timbursendingu í gámi frá Brasilíu í gegnum Holland. Þar fannst kókaínið og var gerviefni komið fyrir í staðinn áður en það var sent til Íslands.

Að auki var Jóhannes Páll, sem er fyrrverandi liðsstjóri hjá íslensku landsliði í rafíþróttum, ákærður fyrir fíkni­efna­laga­brot en hann á að hafa haft haft í vörslum sinum 5,24 grömm af marijúana og 38,25 grömm af MDMA, sem lög­regla fann við leit á heimili hans. Hann hefur játað sök varðandi þann ákærulið með fyrir­vara um magnið.

Fjórmenningarnir gætu átt yfir höfði sér langa fangelsisdóma eða allt að 12 árum fyrir fíkniefnainnflutninginn til viðbótar refsinga fyrir peningaþvottinn.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg