Tilkynnt var um ökumann sem svaf fram á stýri bifreiðar. Þegar lögreglan ræddi við hann sagðist hann vera uppgefinn eftir próflestur síðustu daga og verið að leggja sig áður en hann færi að versla í matinn.
Húsleit var gerð á heimili í Miðborginni. Húsráðandinn var kærður fyrir vörslu á kökum sem talið er að innihaldi kannabisefni.
Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Tveir voru handteknir á áttunda tímanum í gærkvöldi grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þeir eru einnig grunaðir um að hafa unnið skemmdarverk á bifreið. Báðir voru þeir vistaðir í fangageymslu.