fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Ruglingslegur framburður fyrir dómi í fíkniefnamáli – Reyndi að taka á sig sök og sagði að um tómatplöntur væri að ræða

Ritstjórn DV
Laugardaginn 21. janúar 2023 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona var í Landsrétti dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi, meðal annars fyrir fíkniefnalagabrot eftir að 33 kannabisplöntur fundust á heimili hennar.

Með dómi Landsréttar var dómur Héraðsdóms sem féll í október árið 2021 staðfestur en í lýsingu héraðsdóms má líta ýmsar tilraunir ákærðu og sambýlismanns hennar til að sleppa undan dómi.

Kemur fram í dómi héraðsdóms að lögregla hafi farið að heimili ákærðu í maí 2018 eftir að tilkynning barst um hávaða. Þar hafi þeir hitt fyrir karlmann sem sagði ákærðu ekki vera heima. Hafi maðurinn verið í annarlegu ástandi. Hleypti hann lögreglu inn til að kanna aðstæður og fundust þá 33 kannabisplöntur í pottum.

Ákærða hélt því fram í yfirheyrslu að hún hafi verið að rækta hamp en ekki kannabis. Þetta hafi verið í lækningaskyni vegna veikinda náins aðstandanda.

Fyrir dómi hélt hún því svo fram að hún hafi ekki búið í íbúðinni þar sem plönturnar fundust, heldur hafi maðurinn sem lögregla hitt þar fyrir verið leigjandi hjá henni. Hún hafi ekki vitað hvort sá maður hefði staðið að ræktun kannabis eða ekki.

Dómari tók fram að framburður konunnar fyrir dómi hafi verið „ruglingslegur“ og ekki í samræmi við skýrslu hennar hjá lögreglu.

Karlmaðurinn bar vitni í málinu og sagðist hafa verið leigjandi af húsnæðinu og ræktandi téðra plantna, en þær plöntur hefðu þó verið tómatplöntur. Dómari rakti að maðurinn hefði þegar plönturnar fundust vísað á ákærðu. Framburður hans hefði verið „fremur ruglingslegur“ og hafi hann ítrekað tekið fram að hann bæri hlýjan hug til ákærðu. Taldi dómari að hann væri að leitast við að taka á sig sakir í málinu. Því væri ekki hægt að byggja á framburði hans.

Dómari leit til þess að það væri ágreiningslaust að konan hafi verið eigandi húsnæðisins á þeim tíma sem um ræddi. En vissulega hafi maðurinn verið þar skráður leigjandi samkvæmt þinglýstum húsaleigusamningi. Konan hefði þó líka verið þar með skráð lögheimili. Lögreglumenn báru vitni um að hafa áður komið í útkall í íbúðina og hefði verið vitað að konan og maðurinn væru par.

Var því talið að það væri hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærða kona hefði búið í húsinu og farið með vörslur og ræktað téðar kannabisplöntur. Hún var því sakfelld fyrir brotið.

Eins var konunni gert að sök að hafa farið inn í verslun í Kópavogi og stolið þaðan hátalara. Náðist brotið á upptöku eftirlitsmyndavélar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“