Íslenska landsliðið í handbolta vann í kvöld öruggan tíu marka sigur á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik liðanna í milliriðlum HM í handbolta. Leikar enduðu með 40-30 sigri Íslands sem er sem stendur í 2. sæti síns riðils með fjögur stig.
Nú sem áður fyrr sat þjóðin límd fyrir framan sjónvarpskjáinn og fylgdist stressuð með framgangi mála. Á samfélagsmiðlinum Twitter sköpuðust líflegar umræður yfir leiknum.
Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem Íslendingar höfðu að segja eftir leik á Twitter:
Fréttin birtist fyrst á vef Fréttablaðsins. DV og Fréttablaðið eru í eigu Torgs.