Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Guðrúnu að ekki sé ástæða til að hafa sérstakar áhyggjur af þessu afbrigði eða grípa til sérstakra aðgerða. „Þetta afbrigði hefur ekki breitt mikið úr sér í Evrópu. Fólk hefur áhyggjur af því að þetta komi sér meira undan ofnæmiskerfinu, sé mjög smitandi, en við höfum ekki orðið vör við meiri veikindi út af þessu afbrigði,“ sagði hún.
Hún hvatti fólk, sérstaklega þá sem hafa náð 60 ára aldri, til að láta bólusetja sig og þá sem hafa náð 60 ára aldri til að láta bólusetja sig þegar fjórir mánuðir eru liðnir frá síðustu bólusetningu.
Hvað varðar möguleikann á að nýtt stökkbreytt afbrigði, sem myndi kalla á hertar sóttvarnaraðgerðir, geti komið fram á sjónarsviðið sagði hún svo vera. „Okkur finnst enn ástæða til að fylgjast með þessu og alþjóðlegum stofnunum finnst það líka, sá möguleiki er alveg til staðar. Við erum auðvitað að vona að afbrigði sem ekki veldur miklum eða meiri veikindum verði það sem tekur yfir en hitt er alveg mögulegt,“ sagði hún.