fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Sigurvin kom vélarvana bát til bjargar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. janúar 2023 15:19

Meðfylgjandi mynd var tekin í morgun af Sigurvin er hann fór úr höfn til aðstoðar - Mynd: Magnús Magnússon/Björgunarsveitin Strákar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 9 í morgun var Sigurvin, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Siglufirði, kallað út til að aðstoða vélarvana bát sem var staddur rúmlega 6 sjómílum norðvestur af Siglunesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu.

Klukkan 09:13 í morgun var Sigurvin lagður af stað til að hjálpa bátnum sem var kominn í tog klukkan rétt rúmlega 10. Vel gekk að koma taug yfir í bátinn og draga hann til hafnar en Sigurvin kom með bátinn til hafnar um 11 leitið og var aðgerðum þá lokið. Ekki er vitað hvað það var sem olli vélarbiluninni.

„Þess má geta að Sigurvin er einmitt næsta björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem verður endurnýjað, en von er á nýju björgunarskipi, systurskipi Þórs í Vestmannaeyjum, til Siglufjarðar í vor. Af því tilefni ákvað Fjallabyggð og Rammi hf. að styrkja björgunarbátasjóð Siglufjarðar um 35 milljónir, og var skrifað undir samkomlag þess efnis á föstudag. Fjallabyggð leggur verkefninu til 30 milljónir á næstu 6 árum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð