Íslenska karlalandsliðið í handbolta mátti þola tap gegn Ungverjalandi í öðrum leik sínum í riðlakeppni HM í kvöld. Eftir að hafa leitt í hálfleik með fimm mörkum enduðu Strákarnir okkar á að glutra niður forystunni og töpuðu að lokum 30-28
Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem Íslendingar höfðu að segja eftir leikinn á Twitter:
Væri gaman að sjá Bjarka klikka á skoti bara til að sýna að hann er mannlegur
— Egill Einarsson (@EgillGillz) January 14, 2023
Ég var svo vonsvikinn eftir þetta 15 min afhroð að ég lokaði mig inni eldhúsi og fór að færa hluti til af offorsi #hmruv
— Davíð Freyr (@thorunnarson) January 14, 2023
Þetta er víst mynd af því sem klikkaði. Ég er engu nær #hmruv pic.twitter.com/OJ96itCwwf
— Hallgrímur ólafsson (Halli Melló) (@hallgrimurolafs) January 14, 2023
Bjarki er bara svindlkall á þessu móti
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) January 14, 2023
Erum við bara með 9 manna hóp þarna i sviþjoð?
— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) January 14, 2023
Afhverju…. Afhverju…. Þurfum við alltaf að flækja hlutina…. Ungverjarnir… Eru svo miklir fun killer…. Minnir mig á í denn #hmruv
— Gustav Haraldsson (@gustavharalds) January 14, 2023
Gummi Gumm gæti sparað HSÍ peninginn með því að vera bara með 10 leikmenn í hóp. #Handkastið
— Arnar Daði (@arnardadi) January 14, 2023
Þetta er og var algjört klúður. Yfirspenna varð okkur að falli. Lykilmenn höfðu ekki orku. Því miður. Nú er það næsta mál.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) January 14, 2023
Þjálfarinn brást.
— @handboltiis (@handboltiis) January 14, 2023
Afhverju klikka menn á síðustu 10? Af því að þeir eru þreyttir. Fáránlegt að rúlla ekki liðinu í eðlilegum takti. Sem hefur verið helsti styrkur liðsins síðustu misseri.
— Ásgeir Jónsson (@sonurjons) January 14, 2023
Skrifa þetta á þjálfarann. Hefði þurft að rúlla liðinu þegar við vorum með góða forystu. Fá svo lykilmenn hvílda inn. Núna eru þeir þreyttir og hann treystirsér ekki að setja ferska menn inn núna. Eina.
— Guðmundur Ari (@gummari) January 14, 2023
Fyrirliðinn og þjálfarinn þurfa að taka þetta á sig.
— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) January 14, 2023
Það er vonandi það fái einhverjir af bekknum að koma sér í takt á þessu móti gegn S-Kóreu. Ekki auðvelt fyrir menn eins og Janus Daða að sitja naglfastur á tréverkinu í tæpar 110 mín og koma svo 100% inn í leik sem þennan í lokin.
— Hrafn Kristjánsson 🇺🇦 (@ravenk72) January 14, 2023
Örvæntið ekki eftir #hmruv. Huggið ykkur með janúarupplyftingu um dauðarefsingar og ömurlega stöðu í Palestínu ❤️ https://t.co/pZVQwlvGLV
— Sunna V. (@sunnaval) January 14, 2023
Þetta er í fyrsta sinn á öllum þessum stórmótum landsliðsins sem ég loka mig inní herbergi og kveiki á Youtube til að heyra ekki í sjónvarpinu frammi. Horfði ekki á síðustu 10 og ég mun ekki jafna mig fyrr en á miðvikudaginn #hmruv #hmruv23
— Áslaug Birna (@slaug20) January 14, 2023
Og íslenska þjóðin er að brotlenda harkalega, búinn að afbóka Tene ferðina… #hmruv
— Kristján I. Gunnars (@Kristjan_Ingi) January 14, 2023
Gummi gleymir alltof oft að það er leyfilegt að skipta mönnum útaf. Nóg af flottum mönnum á bekknum #hmruv
— birnabjarna (@birnabjarna) January 14, 2023
Einn besti fyrri hálfleikur sem ég hef séð. Einn versti seinni hálfleikur sem ég hef séð. Grátlegt. #hmruv
— Ragga Agustsdottir (@raggaagusts) January 14, 2023