fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Ferðaskrifstofa Akureyrar og VITA Sport sameinast undir nafninu Verdi

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. janúar 2023 11:38

Lúðvík og Ragnheiður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðaskrifstofa Akureyrar og VITA Sport hafa sameinast undir nafninu Verdi. Hið nýja fyrirtæki mun hafa tvær starfsstöðvar, bæði í miðbæ Akureyrar og á höfuðborgarsvæðinu.

Ferðaskrifstofa Akureyrar var stofnuð árið 1947 og hefur annast skipulagningu ferðalaga jafnt innan lands sem utan. Ferðaskrifstofan hefur verið sú eina utan höfuðborgarsvæðisins með svokallað IATA ferðaskrifstofuleyfi, sem veitir aðgang að bókunum og útgáfu farmiða hjá flugfélögum um allan heim.

VITA Sport hefur skipulagt íþróttaferðir á vegum ferðaskrifstofunnar VITA, sem stofnuð var árið 2008 og rekin af FERIA, dótturfélagi Icelandair Group. VITA Sport hefur boðið upp á fjölbreytt úrval ferða frá Íslandi, góða þjónustu, úrval hótela og flugkost á samkeppnishæfu verði.

„Við sameiningu sjáum við fyrir okkur að úr verði sterkt vörumerki, byggt á mjög hæfu og reynslumiklu starfsfólki í ferðabransanum,“ segir Lúðvík Arnarson, framkvæmdastjóri Verdi.

„Bæði fyrirtækin voru á ákveðnum tímamótum, ekki síst með tilliti til tæknilegra þátta eins og bókunarkerfis,“ segir Lúðvík. „Fyrirtækin hafa unnið náið saman í gegnum tíðina og það er góð reynsla af samstarfinu. Þegar hugmyndin kom upp, var báðum aðilum ljóst að til framtíðar væru mikil samlegðaráhrif af því að sameinast og búa til nýtt vörumerki og eitt félag úr þessum tveimur fyrirtækjum.“

Verdi mun leggja áherslu á þá þjónustu sem Ferðaskrifstofa Akureyrar og VITA Sport hafa getið sér gott orð fyrir.

„Við munum að sjálfsögðu halda áfram að þjónusta okkar tryggustu hópa; árshátíðarhópa, saumaklúbba, vinnustaði og íþróttahópa.“ segir Ragnheiður Jakobsdóttir, fjármálastjóri Verdi.

Boðið verður upp á pakkaferðir frá Akureyrarflugvelli og Keflavíkurflugvelli, bæði sólarlandaferðir og borgarferðir. Þá mun Verdi verða áberandi í íþróttaferðum og bjóða ferðir á leiki í enska boltanum, á HM í hestaíþróttum og handbolta, Gothia Cup, Partille Cup og fleira.

„Til að byrja með er markmið Verdi að verða sterkt vörumerki á ferðaskrifstofumarkaði á Íslandi,“ segir Ragnheiður. „Með sameiningu munu hins vegar opnast möguleikar á enn frekari sókn til fleiri hópa en verið hefur. Framtíðin er því björt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks