fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Benni Bó sendir Atla Fannari pillu – „Sönnun þess að ríkismiðillinn er á villigötum“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. janúar 2023 16:30

Til vinstri: Benedikt Bóas - Til hægri: Atli Fannar - Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður Fréttablaðsins og stjórnandi Íþróttavikunnar með Benna Bó á Hringbraut, sendir Atla Fannari Bjarkasyni, samfélagsmiðlastjóra RÚV, væna pillu í pistli sem birtist í Fréttablaðinu í morgun.

Atli Fannar var á dögunum gestur í hlaðvarpinu Dr. Football en þar furðaði hann sig á lítilli viðveru Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) á samfélagsmiðlum. „Samfélagsmiðlastjóri RÚV, Atli Fannar Bjarkason, fór mikinn í Dr. Football þar sem hann fann HSÍ nánast allt til foráttu varðandi samfélagsmiðlakunnáttu sam- bandsins. Skildi til dæmis ekki af hverju HSÍ væri ekki að græða peninga á samfélagsmiðlum,“ segir Benedikt í upphafi pistilsins.

„Atli sagði í þættinum frá sínum eigin verkum á RÚV og hvað RÚV væri frábært á öllum samfélagsmiðlum. Galdurinn, samkvæmt Atla, við að vera frábær á samfélagsmiðlum er að taka það sem er gott á dagskrá RÚV og setja á samfélagsmiðla. Það væru nú allir töfrarnir. Hvort sem það væru hlutar af Áramótaskaupinu, eða uppistandi Sóla Hólm og horfa á lækin hrúgast inn.“

Benedikt bendir á að RÚV sé með gífurlegt forskot þegar kemur að verkefnum eins og að birta efni á samfélagsmiðlum. „Eins og RÚV-urum er tamt er lítill skilningur á öðru umhverfi en að fá gefins milljarða,“ segir hann.

„Ef HSÍ fengi sömu milljarða gefins á ári og RÚV væri pottþétt samfélagsmiðlastjóri innan HSÍ. Það væri jafnvel hægt að ráða heila deild og sérstakan starfsmann til að sinna TikTok eins og á RÚV. HSÍ fær því miður ekki alla þessa milljarða og getur því ekki verið að klippa efni í eina klippu á samfélagsmiðlum. Það að hlusta á RÚV-ara með sína áhyggjulausu milljarða í vasanum gera grín að hvað HSÍ sé lélegt á samfélagsmiðlum er sönnun þess að ríkismiðillinn er á villigötum.“

„Pælingar sem eru fjærri raunveruleikanum“

Hörður Snævar Jónsson, fréttastjóri íþróttadeildar Torgs, deildi pistlinum á Twitter-síðu sinni en athygli vekur að Björgvin Páll Gústavsson er á meðal þeirra sem setja hjarta við færsluna. Arnar Daði Arnarsson, einn helsti handboltasérfræðingur landsins, gerir svo gott um betur en auk þess að setja hjarta við færsluna skrifar hann eftirfarandi í athugasemd við hana: „Amen. Ég hlustaði og hafði gaman að. Frábærar pælingar. Hinzvegar pælingar sem eru fjærri raunveruleikanum og það sem hægt er að ætlast að litlum sérsamböndum.“

Þá vekur Arnar athygli á því að fyrsti leikurinn á HM í handbolta hafi ekki verið sýndur á sjónarps­rásum RÚV í beinni út­sendingu. Þess í stað var hann einungis aðgengilegur á ruv.is. „RÚV-arar ættu að einbeita sér aðeins að horfa inná við. Opnunarleikur HM var sýndur á vafranum. Skandall. Besta sætið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu
Fréttir
Í gær

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum