fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Edda Falak: „Af hverju hef ég ekki heyrt múkk frá þessu fólki?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. janúar 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að skessumálið í Vestmannaeyjum hefur valdið miklum titringi í samfélaginu. Svokallaðar skessur á þrettándagleði ÍBV hafa vakið mikið umtal og uppátækið verið gagnrýnt harðlega en einnig hafa viðbrögð við gagnrýninni verið gagnrýnd.

Hefð er fyrir því að stilla upp tröllskessum á skemmtuninni sem eru eftirmyndir lifandi fólks. Mörg undanfarin ár hefur Páley Borgþórsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri, verið fyrirmynd skessunnar en að þessu sinni voru fyrirmyndirnar tvær; knattspyrnuþjálfarinn Heimir Hallgrímsson sem klæddur var í arabískan fatnað og Edda Falak hlaðvarpsstjórnandi og baráttukona, en á skessuna sem á að vera eftirmynd hennar var letrað uppnefnið „Edda Flak“.

Eftir mikla gagnrýni komu afsökunarbeiðnir í fjölmiðlum frá Eyjafólki vegna málsins en þær hafa þó ekki vakið mikla lukku meðal netverja. Sérstaklega ekki afsökunarbeiðni Haralds Pálssonar, framkvæmdastjóra ÍBV, en hann sagðist ekki hafa haft hugmynd um skessurnar fyrr en þær voru frumsýndar á skemmtuninni. Síðar kom í ljós að hann var staddur á undirbúningi fyrir skemmtunina, í sama rými og skessurnar.

Sjá einnig: Skessumálið í Eyjum – Segja myndir sanna að ÍBV ljúgi – Haraldur stóð fyrir framan skessuna á undirbúningskvöldinu

„Af hverju hef ég ekki heyrt múkk frá þessu fólki?“

Edda Falak hefur sjálf tjáð sig um málið á samfélagsmiðlinum Twitter. Hún hefur gagnrýnt ÍBV og sagt að um stórhættuleg skilaboð sé að ræða, draga þurfi alla þá sem komu að skipulagi þessa viðburðar til ábyrgðar.

„Það þarf að draga alla sem komu að skipulagi þessa viðburðar til ábyrgðar, svara fyrir hvernig þau ætla að bæta fyrir þetta og laga þessa viðbjóðslegu ofbeldismenningu sem þrífst þarna. Þetta er ekki húmor, þetta er ofbeldi og rasismi.“

Þá sagði hún að enginn væri búinn að biðja sig afsökunar vegna málsins:

Edda ítrekaði það svo í dag að enginn væri búinn að heyra í sér vegna málsins er hún deildi frétt Fréttablaðsins um málið:

Í dag birti hún einnig færslu þar sem hún vekur athygli á því að skessan sem merkt var henni sé sláandi lík teikningu á kápu bókar um „litla svarta Sambó“. Um er að ræða teikningu sem svipar til þeirra sem tíðkuðust á árum áður af svörtu fólki, í rauninni svipa teikningarnar þó til útlits hvíts fólks sem kom fram með því að mála sig svart (e. blackface). Slíkar teikningar hafa verið gífurlega gagnrýndar lengi.

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og rithöfundur, svarar þessari færslu Eddu og tekur undir með henni í athugasemd við færsluna. „Þetta er auðvitað bara ótrúlega rasískt skrumskæling sem á sér ógeðslega sögu. Ótrúlega týpískt að fólk hér í kommentunum fatti bara ekki tenginguna og láti eins og þetta sé bara eitthvað drama,“ segir hún.

Ætla að ræða við Eddu

Sæunn Magn­ús­dótt­ir, for­mað­ur ÍBV, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að málið sé enn í vinnslu innan félagsins. Þá segir hún að þau í ÍBV stefni á það að tala við Eddu. Ekki er búið að ákveða hvort hringt verður í hana eða henni boðið á fund.

„Við höf­um ekki heyrt í henn­i beint en við mun­um ræða við hana,“ er haft eftir Sæunni í frétt Fréttablaðsins.

Sæunn var þá spurð út í hina skessuna, þá sem merkt var Heimi Hallgrímssyni. „En hin skess­an var ein­hvers kon­ar ar­ab­i?“ spurði fréttamaður Fréttablaðsins Sæunni en hún svaraði því neitandi.

„Nei, hún var Heim­ir og ef bet­ur var að gáð stóð á henn­i Co­ach Heim­ir. Hún var í lands­liðs­treyj­u fyr­ir nokkr­um árum og var núna í mið­aust­ur­land­a-föt­um því hann var að þjálf­a í Kat­ar.“

„Þett­a var glens“

Aðspurð um það hvort henni þætti skessan vanvirðing við þau sem koma frá Miðausturlöndum svaraði Sæunn því einnig neitandi í samtali við Fréttablaðið.

„Ekki frek­ar en að hann hefð­i ver­ið í ÍBV, Vals­bún­ing eða ís­lensk­a lands­liðs­bún­ingn­um eða ein­hverj­um öðr­um bún­ing. Þett­a var glens og átti að bein­ast að tröll­a­út­gáf­unn­i að Heim­i. Ég held að það hafi eng­inn tek­ið hugs­un­in­a svon­a langt.“

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, fyrirlesari um rasisma og menningarfordóma, var til viðtals um málið í fréttatíma RÚV í gær. Þar barst talið að skessunni sem merkt var Heimi. Heimir hefur sagt að hann hafi ekki tekið skessunni illa en Miriam sagði að það væri ekki hans að meta það hvort grínið sé í lagi eða ekki.

„Heimir er náttúrulega kannski ekki sá aðili sem verður fyrir fordómum fyrir þessa skopstælingu sem var í tröllinu sem var búið til tileinkað honum. Það eru frekar einstaklingar sem eru með þennan menningarlega bakgrunn sem líða fyrir fordómana sem sú skopstæling felur í sér. Líklega eru þá aðrir einstaklingar sem ættu að hafa eitthvað um það að segja, heldur en hann sjálfur, hvort að tröllið sé í lagi. Því þetta er náttúrulega birtingarmynd sem er oft notuð í neikvæðum tilgangi til þess að ýta undir fordóma og kannski réttlæta það að gera grín að fordómum gagnvart þessum minnihlutahóp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu