fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Kári Stefánsson segir hugvíkkandi efni í meðferðarskyni gífurlega spennandi en segir virkni þeirra sé enn ósannaða

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 8. janúar 2023 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var gestur í Sprengisandi í morgun og ræddi þar meðal annars um vinsældir hugvíkkandi efna þessa daganna, en á föstudaginn hefst ráðstefnan Psycedelics in Medicine í Hörpunni.

Kári segist hafa eytt töluverðum tíma í að lesa um hugvíkkandi efni og telur að möguleikinn í þeim sé töluverður. Þó sé raunin sú að ekki sé enn búið að sýna fram á með nægjanlegum hætti að hugvíkkandi efni gagnist sem liður í meðferð geðsjúkdóma.

Hann telur þó út í hött að hugvíkkandi efnið psilocybin sem er unnið úr sveppum hafi verið sett í sama flokk og hættuleg fíkniefni á borð við heróín.

Mest spennandi sem fram hefur komið í lyfjafræði geðsjúkdóma

Áhuginn á hugvíkkandi efnum hafi aukist mikið á síðustu árum og telur Kári að það séu um ellefu lyfjafyrirtæki sem séu nú með í kringum 30 prófanir á psilocybin við allskonar geðröskunum.

„Það er hins vegar ekki enn búið að sýna fram á að þetta hafi nein meiriháttar áhrif, til bata, á geðsjúkdómum. En það sem er merkilegt við þessi lyf, og gerir það að verkum að ég held því fram að þetta sé það mest spennandi sem hefur komið fram nokkur tímann, þegar kemur að lyfjafræði geðsjúkdómanna, er að geðsjúkdómarnir eru flest allir sjúkdómar sem hafa áhrif á innihald meðvitundar.

Þú getur spilað meðvitundinni í tvo þætti, annars vegar samspil svefns og vöku og hins vegar innihald meðvitundar sem eru hugsanir og tilfinningar. Það eru engin lyf raunverulega til í dag sem hafa bein áhrif á innihald meðvitundar. Flest þessara lyfja sem eru notuð í dag hafa í raun óspesifísk áhrif.“

Hins vegar hafi hugvíkkandi efni bein áhrif á innihald meðvitundar og þá „ertu kominn með dálítið í hendurnar sem er mjög sennandi“

Hvernig prófanir fari meðal annars fram í dag með hugvíkkandi efni í meðferðarskyni sé að fókl sé látið fara til sálfræðinga í nokkur skipti áður en þeim er gefinn skammtur af hugvíkkandi efni í rólegu og öruggu umhverfi. Síðan sé eftirfylgni í kjölfarið hjá sálfræðingi. Þarna sé fyrst og fremst verið að gæta þess að sjúklingur sé á góðum stað þegar „trippið“ hefst.

Minnkar áhrif eldri minninga

Ekki sé þó vitað í smáatriðum hvað gerist í heilanum þegar psilocybin eða önnur hugvíkkandi efni eru tekin inn. En talið sé að þetta minnki aðgengi fólks að fyrri reynslu.

Kári útskýrir nánar hvað hann meinar með því. Sem börn sé fólk óskrifað blað en svo komi fjöldi augnablika sem safnist fyrir í minningabankanum. Þessi augnablik sem safnist fyrir geti svo truflað reynslu fólks og komið í veg fyrir að þau geti einbeitt sér að núverandi augnabliki.

Kári telur að það geri rannsóknir erfiðari að fólk sé farið að nota og mæla með hugvíkkandi efnum í meðferðarskyni án þess að fyrir liggi staðreyndir um gagnsemi þeirra.

„Þá gerir það miklu erfiðara um vik að sanna að þetta virki“

Þegar menn bendi á þá staðreynd eigi sumir til í að segja að mögulega sé kominn tími til að fara framhjá hefðbundnu lyfjaþróunarkerfi. Það lýst Kára ekki á.

„Ég er svolítið hræddur við það. Það er við því að búast að svona gamall stuck-up náungi sem er búinn að vinna í þessu kerfi mjög lengi þyki vænt um það“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Í gær

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti