fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Efling hafnar tilboði SA og vill að tekið sé tillit til sérstöðu Eflingarfélaga

Eyjan
Laugardaginn 7. janúar 2023 15:13

Sólveig Anna Jónsdóttir Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem samningstilboði Samtaka atvinnulífsins (SA) er hafnað. SA býður sambærilegar launahækkanir og samið var um við Starfsgreinasambandið (SGS) á dögunum. Segir Efling að taka verði tillit til sérstöðu félagsmanna í ljósi annarrar samsetningar starfa og annars starfsaldursmynsturs, og hærri framfærslukostnaðar á höfuðborgarsvæðinu.

Efling segir að greinargerð með tilboð SA sé villandi, sérstaklega hvað varðar kaupmáttarþróun út frá samningnum við SGS. Horft sé framhjá því að sú launatafla sem SA kynni færi stórum hluta Eflingarfélaga minni kjarabætur en landsbyggðarfélögin.

„Í greinargerð SA eru taldar allar launahækkanir úr Lífskjarasamningi frá 2020 (bæði taxtahækkanir og hagvaxtarauki) og þær lagðar saman við hækkun í SGS-samningnum. Þetta býr til stórlega ýkta mynd af launahækkunum sem raktar eru til samnings SGS frá nóvember síðastliðnum,“ segir í yfirlýsingu Eflingar.

Dýrara að búa á höfuðborgarsvæðinu

Sem fyrr segir telur Efling að tilboðið taki ekki tillit til þess að mun dýrara sé að búa á höfuðborgarsvæðinu þar sem þorri félaga Eflingar býr og starfar, en á landsbyggðinni. Er þar sérstaklega tiltekinn húsnæðiskostnaður:

„Hér á landi er það svo að húsnæðiskostnaður bæði fyrir eigendur íbúða og leigjendur hefur verið mun hærri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Á síðustu tíu árum hefur húsnæðiskostnaður á höfuðborgarsvæðinu hækkað með fordæmalausum hætti, þannig að um met er að ræða meðal Evrópuþjóða. Á sama tíma hefu dregið úr húsnæðisstuðningi hins opinbera.“

Yfirlýsingu Eflingar er í heild má finna hér.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks