Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent gerði og Fréttablaðið skýrir frá í dag. Fram kemur að 28% telja þörf á mun fleiri virkjunum en nú eru til staðar.
Mjög fáir telja þörf á færri vatnsafls- eða jarðvarmavirkjunum eða 7% og þar af telja 3% þörf á mun færri virkjunum.
Rúmur fjórðungur, eða 26%, svaraði hvorki né og má ætla að þessi hópur sé nokkuð sáttur við núverandi fjölda virkjana.
Mikill munur var á afstöðu kynjanna. 74% karla vilja virkja meira en 56% kvenna. 36% karla vilja virkja mun meira en hjá konunum er hlutfallið 17%.